"Cost/Benefit" ?

Vonandi hefur þetta apparat allt verið ransakað út frá því hvað þetta kostar og hvaða árangur næst fyrir peningana. Hvað kostar þetta og hvað hafa þeir stoppað marga terrórista?

Eg hef ferðast vítt og breitt um heiminn. Sums staðar hef ég gengið inn í flugvélar án þess að sýna svo mikið sem skilríki. Annars staðar hef ég þurft að fara úr skóm, belti og jakka og gegnumlýsa allt þegar ég fór inn í vél og síðan AFTUR þegar ég kom á flugvöll þar sem ég var í transit. Þvílík geðveik sóun á tíma og penigum.

Ef þeir eyddu helminginn af þessum peningum í það að rannsaka hryðjuverk og koma í veg fyrir þau áður en þau gerast og markvissa öryggisleit á flugvöllum þar sem einstaklingar sem gætu verið hættulegir eru skoðaðar í stað þess að taka fyrir hvern einasta afa og ömmu eins og núna er gert, þá fyndist mér að ég væri öruggari.

Síðan væri hægt að eyða hinum helmingnum af peningunum í heilbrigðiskerfið.


mbl.is Biðraðir vegna tafa við öryggishlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband