Á nú fyrst að fara að rannsaka þetta?

Ég fagna þessum yfirlýsingum Sigmundar.

"Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seg­ist vilja að all­ar upp­lýs­ing­ar í tengsl­um við Pana­maskjöl­in verði gerð op­in­ber svo hægt sé að kom­ast að raun um hverj­ir hafi staðið skil á skött­um til sam­fé­lags­ins og hverj­ir hafi eitt­hvað að fela."

Hann verður þá væntanlega fyrstur til, og birtir "svo­kallaðar CFC skýrsl­ur við skattafram­töl sín og eig­in­konu sinn­ar, sem sýna fram á hvort gefn­ar hafi verið upp­lýs­ing­ar um eign í fé­lag­inu Wintris til skatta­yf­ir­valda."

Er það ekki svolítið skítlegt eðli, að þræta fyrst fyrir að hafa verið með hendina í kökuboxinu en þegar hann sjálfur er gripinn glóðvolgur, þá fyrst á að fara að rannsaka alla hina sem hafa stundað það sama?

 


mbl.is Vill láta birta öll Panamaskjölin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að því að fara út í geiminn?

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert í þessari umræðu. Er einhver ástæða til að skammast sín fyrir það að langa til að fara út í geiminn? Ríkt fólk notar peninga til að kaupa einkaþotur, hús á lúxus ströndum, glæsibíla og svo framvegis. Ef það vill nota peningana til að fara út í "outer space, so what"? Ætti hún frekar að eyða peningunum í skatta, til að styðja fátæklinga á fróni eða hvað?


mbl.is Sigmundur: Anna vildi ekki út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband