7.4.2016 | 19:54
Á nú fyrst að fara að rannsaka þetta?
Ég fagna þessum yfirlýsingum Sigmundar.
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist vilja að allar upplýsingar í tengslum við Panamaskjölin verði gerð opinber svo hægt sé að komast að raun um hverjir hafi staðið skil á sköttum til samfélagsins og hverjir hafi eitthvað að fela."
Hann verður þá væntanlega fyrstur til, og birtir "svokallaðar CFC skýrslur við skattaframtöl sín og eiginkonu sinnar, sem sýna fram á hvort gefnar hafi verið upplýsingar um eign í félaginu Wintris til skattayfirvalda."
Er það ekki svolítið skítlegt eðli, að þræta fyrst fyrir að hafa verið með hendina í kökuboxinu en þegar hann sjálfur er gripinn glóðvolgur, þá fyrst á að fara að rannsaka alla hina sem hafa stundað það sama?
![]() |
Vill láta birta öll Panamaskjölin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2016 | 02:13
Hvað er að því að fara út í geiminn?
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert í þessari umræðu. Er einhver ástæða til að skammast sín fyrir það að langa til að fara út í geiminn? Ríkt fólk notar peninga til að kaupa einkaþotur, hús á lúxus ströndum, glæsibíla og svo framvegis. Ef það vill nota peningana til að fara út í "outer space, so what"? Ætti hún frekar að eyða peningunum í skatta, til að styðja fátæklinga á fróni eða hvað?
![]() |
Sigmundur: Anna vildi ekki út í geim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)