Skrýtnar aðgerðir

Ég á satt að segja erfitt með að sjá tilganginn með þessum aðgerðum. Eins metra fjarlægðarregla er algerlega gangslaus. 200 manna samkomutakmörkun virðist einnig vera furðuleg og tilgangslaus. Smitast Covid ekki ef færri en 200 eru á staðnum? Vonandi fara yfirvöld að haga sér af einhverri skynsemi og gera hluti sem hafa gang og tilgang. Til dæmis:

1. Bólusetja eins marga og hægt er.

2. Banna samkomur þeirra sem eru varnalausir gegn Covid, vegna þess að þeir hafa ekki fengið Covid eða eru ekki bólusettir. Aðrir geta gert það sem þeir vilja, enda er áhættan þá lítil.

3. Vernda þá sem vegna undirliggjandi þátta eru í hættu ef þeir smitast af Covid.

Bann við samkomum ungs bólusetts fólks virðist vera óþörf skemmdarverkastarfsemi.

Að lokum, tveggja metra regla hefur nákvæmlega engan tilgang. Engin rannsókn er til sem sýnir að tveir metrar séu næg fjarlægð til að koma í veg fyrir smit. Það er hægt að setja svona reglu en heldur einhver að fólk muni fara eftir henni? Ekki held ég það. 

Flakk um landið með flugvélum er góð leið til að dreifa veirum og eyða peningum... 


mbl.is 200 manna fjöldatakmarkanir og styttur afgreiðslutími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband