25.8.2021 | 05:48
Má ekki fara að hætta þessu?
Er þetta nokkuð til að gera veður út af ennþá? Ef fólk sem er smitað af þessu er nógu hresst til að vilja fara út að skemmta sér, er það ekki bara allt í lagi, sérstaklega þegar búið er að bólusetja fólk? Vonandi er óbólusettum ekki hleypt inn.
Mér hefði þótt fréttin ógnvænlegri ef hún hefði verið um 30 óbólusetta sem vitandi vits fóru á skemmtistað.
Þessi veira er útum allt og verður það um nokkuð skeið. Ef þú ferð í fjölmenni eru líkur á að einhver þar sé smitaður.
Á Íslandi eru skráð yfir 10000 smitaðir og 30 dauðsföll eða 0.3%. Smitaðir hafa sennilega verið miklu fleirri, en látum það vera. Þar að auki voru nánast öll þessara dauðsfalla áður en farið var að bólusetja. Dauðsföll af slæmri flensu eru 0.1 til 0.2%.
https://www.cdc.gov/flu/about/burden/index.html
Er ekki kominn tími til að láta skynsemina ráða og hætta þessari hysteríu? Næst verður farið að loka alla inni sem eru með kvef.
![]() |
30 ætluðu vitandi vits smitaðir á skemmtistað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)