14.8.2024 | 22:07
Tekur hún sig kannski pínulítið of alvarlega?
Ég held að Brynja ætti bara að slappa af og chilla pínulítið.
Að vera að ráðast að keppendum á Ólympíuleikum er lítilmannlegt, sérstaklega þeim sem eru jafn lélegir og Raygun. Raygun keppti og gerði sitt besta. Ef það er ekki nógu gott fyrir Brynju finnst mér að hún geti látið vera að tjá sig um það.
Breik stendur fyrir sínu og stafar engin ógn af Raygun. Nonense á borð við eftirfarandi ætti engin heilvita manneskja að láta út úr sér:
"Þessi ástralska kona kemur þarna inn og virðist vera að gera grín að menningunni. Hún er með doktorsgráðu í menningarfræðum og skrifaði lokaritgerðina um breik og hefur haldið við einhverjum akademískum greinabirtingum um hip hop-menninguna og breik sem er mjög vafasamt. Þarna er hún að stíga inn í akademískt umhverfi þar sem þessi menning á náttúrulega ekkert heimili og hefur ekki rætur þar, segir Brynja í samtali við mbl.is.
Hún bætir við að breik, sem upphaflega kemur frá Bandaríkjunum, eigi í raun rætur sína að rekja til samfélaga fólks sem er komið af þrælum og verður til vegna áframhaldandi takmarkana á tækifærum þeirra og lífsgildum
Þetta er menning sem sprettur upp úr kúgun fólks því að hvíti nýlenduherrann kom inn og stal bæði landi og fólki til að byggja upp sitt land, segir Brynja og ítrekar að þess vegna þurfi að vanda sig sérstaklega þegar kemur að því að ganga inn í menninguna, til dæmis í gegnum breik.'
Ástralski breikdansarinn skaðar menninguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)