Gott, en Jóhanna er ekki alveg búin að fatta þetta.

Ég hef ekki fylgst mikið með fréttum frá Íslandi, en þetta er það besta sem ég hef séð frá Jóhönnu. Það er alltaf gott að reyna að draga lærdóm af fortíðinni. Mér finnst hins vegar að Jóhanna fatti þetta ekki alveg ennþá.

 

  • Að taka ekki nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins.
Þegar þessi "viðvörunarorð" komu var staðan orðin vonlaus. Mistökin fólust í því að leyfa kerfinu að þenjast of mikið út og hafa ekki góða siðfræði og reglur að leyðarljósi. Þegar kerfið var þanið út yfir þolmörk var hrunið líkast til óumflýjanlegt, hvað sem öllum viðvörunarorðum leið.
  • Að vinna ekki nægilega markvisst að því að greina stöðu bankanna og undirbúa aðgerðir til draga úr óhjákvæmilegu tjóni vegna veikrar stöðu þeirra.
Ágætt, en það þurfti að gera eitthvað ÁÐUR en staða bankanna varð veik, ekki á eftir.

 

////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

 

Hún hefði líka mátt segja:

  • Að leyfa ekki fjársterkum aðilum að ná óeðlilega sterkum tökum á fjölmiðlum og skoðanamyndun í landinu.
  • Að leyfa ekki fjársterkum aðilum að ná of miklum áhrifum á flokkinn.

Og að lokum, það allra mikilvægasta:

  • Að leggja megin áherslu á að sjónarmið góðrar siðfræði fái að ríkja í landinu. Að stöðva siðlaust athæfi manna sem hafa það eitt að leiðarljósi að soga til sín sem mest verðmæti sem á engan hátt geta talist réttmæt eign þeirra, heldur eign almennings og þess fólks sem vinnur hjá þeim fyrirtækjum sem þeir stela frá.
Jóhanna er á réttri leið, en því miður virðist hún ekki fatta þetta alveg ennþá...

 


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Enda segja sumir að það verði að gefa stjórnmálaflokkunum endurhæfingarfrí frá ráðherrastólunum. Þetta er leiðin til þess: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband