Hvað erum við að borga fyrir?

Ef einhver skattgreiðandi telur að sendiskrifstofur hafi ekki veitt nógu góða þjónustu árið 1991, þá bið ég hann að gefa sig fram og útskýra mál sitt.

Stjórnvöld á Íslandi virðast enn lifa í fílabeinsturni og sjá ekki að margir hafa vart til hnífs og skeiðar. Hvað þarf að berja búsáhöld lengi til að koma því inn í hausinn á þessum tréhestum að íslendingar hafa ekki efni á flottræfilshætti?

Væri ekki nær að leggja niður allt þetta apparat, selja allar eignirnar, leggja peningana inn á bankareikning og nota síðan vextina til að reka untaríksþjónustu sem passar fyrir gjaldþrota 300.000 þúsund manna þjóð?


mbl.is Kostnaður nánast fjórfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum líklega að borga fyrir "óketpis" flugferðir og hótel erlendis, a,m,k, einu sinni á ári, furir hverja einustu manneskju sem vinnur á þessum 21 skrifstofum. Þetta er hárrétt hjá þér. Við höfum ekki efni á þessum flottræfilshætti!

anna (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 20:39

2 identicon

úps...prentvillupúkinn á stjái  á að vera "ókeypis" og 'fyrir hverja einustu manneskju'.

anna (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:09

3 identicon

Er það ekki vandamálið með okkur íslendinga, við lifum eins og við séum margmiljóna þjóð en ekki eins og lítil borg í Danmörku. En það er komin tími til að skera utanríkisþjónustuna niður. Við eigum að vera með hinum norðurlandaþjóðunum, en ekki reka okkar eigin sendiráð um allan heim.

Samfylgingin er búin að segja að þeir hafi ekki staðið sig fyrir hrunið. En samt sem áður eru menn eins og Össur enn í ríkisstjórn og Jóhanna sem voru í fyrri ríkiststjórn sem ekki stóð sig. Er maður verðlaunaður fyrir að standa stig ekki í Samfylkingunni?

Lara (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:48

4 identicon

Jú, það er partur af vandamálinu. Við eigum að vera stolt yfir einfaldleikanum og hætta að halda að það sé flott að hegða sér eins og kóngar. Við búum á ótrúlegu landi, ég fann það út, á áralangri fjarveru, að hér er allt sem maður getur óskað sér. Það þarf samt að stokka rækilega upp hér á landi og losna við þessa furðulegu ESB róbóta, sem virðast vera bilaðir, því þeir endurtaka alltaf sömu setningarnar....alveg síðan í febrúar í fyrra  

Það þarf að hugsa fram í tímann og huga að náttúrunni. T.d.....Afhverju er ekki hægt að koma upp gróðurhúsabyggð hjá Húsavík? Hvað er að Húsvíkingum að vilja svona hrilling þangað, í þessa líka náttúruperlu!!!  Fyrir ykkur er þetta daglegt útsýni, en prufið að koma þangað í fyrsta sinn,,, og þið dettið á nefið yfir hreinleikanum, bænum og sjónum. Undraverð fegurð! Prufið svo að koma aftur í fyrsta sinnmeð stórt álver á tanganum,,,,,??? Ojbara, En ljótur staður!? Svo spyr frænka mín "Hvernig var í Húsavík"? Hvort svarið er betra frá mér? Með gróðurhúsaþorpi á tanganum ?   eða með álveri ?

anna (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:19

5 Smámynd: Björn Emilsson

Ann , ég tek einshugar undir ylver á Húsavík. Ekki síst þegar sagt er að orkan geti verið næstum ókeypis frá Kröfluvirkjun.

Björn Emilsson, 7.12.2010 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband