23.12.2010 | 03:46
Um 300 milljón gæti verið sjálfbær fjöldi jarðarbúia
Ef við viljum jafnrétti meðal fólks, hvar sem það kann að búa á hnettinum og ef við viljum að allir búi við þau lífskjór sem tíðkast hjá flestum vesturlandabúum, þá ættu jarðarbúar að vera eitthvað í kringum 300 milljónir.
Við erum þessa stundina miklu fleirri. Enda búa flestir við lífskjór sem við á vesturlöndum myndum telja afleit, lélegt húsnæði, ónægur matur, slæmt eða ekkert heilbrigðiskerfi, ekkert tækifæri til ferðalaga, lítill tími til annars en að vinna sér inn fyrir lífsnauðsynjum, ekkert aflögu til að vernda umhverfið og svo framvegis...
Viljum við að jarðarbúum fjölgi áfram og dæma marga milljarða til að lifa ömurlegu fátæktarlífi og samtímis vinna stórfellt tjón á umhverfinu eða viljum við reyna að halda þessu innan einhverra skynsamlegra marka og skapa sjálfbært jafnvægi?
Ég sé enga skynsemi í öðru en að verðlauna og aðstoða fólk sem eignast fá börn og leggja hindranir í vegi þeirra sem eignast mörg.
Ég hef deilt um þetta mál við ýmsa og spurt hvað sé betra við það að vera með 7 milljarða manns eða fleirri sem lifa flestir ömurlegu fátæktar lífi eða miklu færri sem allir gætu haft það gott. Ég fæ aldrei betri rök en af því bara, eða einhverja útúrsnúninga um að það að fækka fólki sé einhvers konar nasista hugmynd um að drepa fólk í stórum stíl. Bæði rökin er jafn lítið marktæk eða uppbyggileg svo niðurstaða mín er sú að þeir sem vilja áfram stuðla að því að fólki á jörðinni fjölgi og vilji ekki gera neitt til að hvetja til minnkandi fjölskyldustærðar séu rökþrota.
(Ég get skilið að ýmsir trúar söfnuðir skuli hvetja meðlimi sína til að fjölga sér eins og kanínur og fjölga þannig í söfnuðinum og fá fleirri sem borga peninga í söfnunarkassan. Að skynsamt og vel menntað fólk skuli hins vegar kaupa slík rök ég erfitt með að fatta.)
Barnaskari Friðriks krónprins er stöðutákn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.