18.5.2011 | 14:48
Hækkum skatta og leiðréttum kjörin!
Það er varla að ég trúi eigin augum þegar ég les þessa frétt. Forstöðumenn ríkisstofnana voru lækkaðir í launum! Ég verð að segja að mér finnst þetta alveg makalaust, sérstaklega ef litið er til afkasta þessa fólks og þeirra gæða sem það skilar til samfélagsins. Vanþakklætið, já beinlínis vanvirðingin er þyngri en tárum taki.
Undanfarin ár hefur sá árangur náðst hjá mörgun ríkistofnum að það sem áður rúmast í einni skúffu er orðið að deild(um) með starfsliði og deildarstjóra. Til að halda utan um þetta og brýn verkefni sem skapast hafa myndast nýjar deildir, jafnvel heilar nýar stofnarnir með nýjum forstöðumönnum. Verðmætin sem þetta fólk skilar í þjóðarbúið, bæði þegar litið er til tekna og til þekkingarauka fer ekki fram hjá einu einasta mannsbarni á landinu og þakklætið lýsir úr hverju andliti.
Það er þess vegna bjargföst trú mín að landsmenn rísi upp, allir sem einn og segji: "Vér mótmælum allir, og krefjumst þess að vaskurinn hækki í 30% og lagður verði sérstakur 5% aukaskattur á öll laun sem renni síðan beint til forstöðumannana." Þá aðeins verður tryggt að haldið verði áfram á sömu braut, stofnanirnar efldar og margfaldaðar, landsmönnum til ævarandi sóma.
Að lokum, dettur nokkru mannsbarni í hug að þessir forstöðumenn geti dregið fram lífið af þeim lúsarlaunum sem þeim eru ætluð? Eiga þeir að lifa á kartöflum og aka um á 20 ára gömlum bíldruslum? Ekki aldeilis, Benz skulu þeir fa og herramannsmat í hvert mál.
Þegar ég hugsa um þetta líður mér svipað og sú tilfinning sem fram kemur á þessu myndbandi:
http://www.youtube.com/watch?v=iaB40TLQE8M
Launalækkanir verði afturkallaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er búinn að hafa þessa tifinningu lengi, eða í um 2 ár, ég samhryggist þér Hörður minn!
Eyjólfur G Svavarsson, 18.5.2011 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.