22.10.2011 | 19:20
"Íslenskt kerfi"
"Niðurstaðan sé afar skrítið og séríslenskt kerfi. Því meira sem menn greiði kröfuhöfum sínum, hafi samráð við þá, þeim mun minna sé fellt niður af skuldunum. En með því að fara í gjaldþrot og hætta að borga losni menn alveg við þær! Lög af þessu tagi hafi ekki verið sett annars staðar á Norðurlöndunum og ekki heldur í Bandaríkjunum."
Þetta segir í raun allt sem segja þarf. Þetta er fullkomlega sturlað kerfi sem refsar heiðarlegu fólki sem reynir að greiða af sínum lánum en verðlaunar þá sem taka lán, eyða peningunum í rugl og vitleysu, eða einfaldlega fela peningana og neita síðan að borga.
Ef þú ert íslendingur og skuldar meira en þú átt, hvers vegna í ósköpunum heldur þú áfram að borga? Ertu heimskur eða hvað?
Í fullri alvöru, eftir að hafa fylgst með atganginum á Íslandi bæði fyrir og eftir hrunið, þá getur niðurstaðan ekki verið önnur en að íslendingar hafi almennt enga hugmynd um það hvernig á að umgangast peninga.
Gjaldþrot og þú ert laus allra mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gjaldþrota Mokkapakkið að setja sig á háan hest. snork, snork.
Því fyrr sem almenningur áttar sig á því að þingmenn eru illa gefnir hálfvitar og aumingjar upp til hópa, því betra.
Jóhanna og Steingrímur eru bestu dæmin, en þau eru alls ekki þau verstu hvað það varðar
Guðmundur Pétursson, 23.10.2011 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.