Er manneskjan heimsk, eða fluggáfuð?

Lilja segir að lækka verði vexti og tryggingargjald. Það er allt gott og blessað, lægri vextir kæmu sér vel fyrir heimilin og atvinnulífið.

En svo segir hún að það eigi að hóta fjárfestum öllu illu...

Annað hvort er Lilja það heimsk að hún skilur ekki að til þess að vextir séu lágir  þarf að skapa umhverfi sem er þannig að þeir sem fjárfesta sjái sér hag í því að lána peninga og geti ekki búist við að eignir þeirra verði færðar niður um 80% með einu pennastriki, eða kannski er Lilja miklum gáfum gædd...

Ég held að Lilja skilji þetta ósköp vel. Það sem meira er skilur hún hvað fólk vill heyra. Hún veit að hún getur komist upp með að tala svona vegna þess að það fer vel í suma, og skítt með það hvort einhver skynsemi liggi að baki eða ekki.

Lilja er stjórnmálamaður og hún gerir greinilega það sem þarf til að snúa sumu fólki á sveif með sér. Vonandi eru það samt ekki margir sem láta blekkjast og skilja að þeir sem tala í einu orðinu um að lækka vexti og í hinu um að hóta fjárfestum öllu illu tala tungum tveim.


mbl.is Vill hóta eigendum snjóhengjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Lilija er Fluggáfuð og það vantar að hún þarf meiri völd innan þings svo hugarfóstur hennar nái fram að ganga.þó ég sé ekki skoðanabróði hennar í stjórmálum þá er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir því sem hún hefur fram að færa í mörgum málum...

Vilhjálmur Stefánsson, 22.5.2012 kl. 19:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það þarf ekki neinar ofurgáfur til að stunda lýðskrum enda henntar lýðskrum þeim best, sem hafa ekki vit á öðru.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2012 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband