11.6.2012 | 17:57
Tær snilld
Til hamingju, Diljá með það að hrista af þér hlekkina. Er þetta ekki betra en að strita við að vinna og spara peninga? Ríkið tekur þá bara. Fjármagnstekjuskattur, auðlegðarskattur, hátekjuskattur, virðisaukskattur, eignaskattur, fasteignagjald, bifreiðaskattur.... Það er miklu betra að nota það sem maður á og njóta lífsins. Þegar þú kemur til baka átt þú ekkert og þeir sem eru í þannig stöðu eiga jú rétt á alls konar fyrirgreiðslu frá ríkinu sem er lokuð fólki sem leggur til samneyslunnar, á eignir og hefur tekjur.
Kerfið hvetur til þess að sem flestir geri slíkt hið sama og vona ég að þeir hafi kjark til að gera það. Njóttu þess, Diljá og til hamingju með að nota þínar eignir í eitthvað sem þig langar til að gera í stað þess að láta Steingrím smám saman hirða allt af þér. Er ekki betra að "vera á flottu hóteli á fagurri eyju og fá kannski nudd daglega" en að strita myrkranna á milli á klakanum og sjá síðan allan ávöxt erfiðisins hverfa í ríkiskassann?
Ég reikna með því að fleiri fari að átta sig á þessum sannleik og fari að njóta lífsins í stað þess að þræla fyrir ríkið.
![]() |
Seldi íbúð, sagði upp vinnu og fer á flakk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.