14.6.2012 | 07:09
Bíddu nú við...
Vill einhver spyrja vitringana í bankasýslu ríkisins hversu mikið fékkst fyrir bankana þegar upp er staðið? Ég legg þetta dæmi fyrir þá spekinga. Ef ég tek 1000 milljarða að láni hjá bankanum til að kaupa bankann og borga síðan 1000 milljarða fyrir bankann en ekki krónu af láninu, hvað hef ég þá í raun greitt fyrir bankann? 1000 milljarða eða núll krónur?
Fengu sanngjarnt verð fyrir bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá hefur þú hefur borgað 1000ma fyrir bankann en ekkert af láninu.
Fékk ekki ríkið þetta greitt á sínum tíma ?
Benedikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 08:58
Landsbankinn var seldur á 25 milljarða en hann er búinn að kosta okkur á sjöunda hundrað milljarða.
700 - 25 = 675 sem er næstum nákvæmlega töfraupphæðin í Icesave þ.e.a.s. lágmarkstryggingarnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2012 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.