9.7.2012 | 21:18
Ekkert athugavert???
Ef þetta getur gerst þegar "ekkert" er athugavert við störf þeirra ætti að fara að skoða þessi störf. Eru þessir verðir bara þarna til að búa til biðraðir og pirra ferðamenn með fíflagangi eins og að heimta að þeir taki af sér skó og belti eða eru þeir þarna til að skapa eitthvað öryggi?
Ég held að svarið sé augljóst og ég vona að þetta lið verði rekið og nýtt öryggiseftirlit verði stofnað í þeim tilgangi að skapa raunverulegt öryggi. Það mætti fylgjast með grunsamlegu fólki, safna upplýsingum, hafa samvinnu við erlendar leyniþjónustur og tryggja að óviðkomandi komist ekki inn í flugvélar!
Það myndi kosta brot af því sem núverandi fávitaháttur kostar og það myndi raunverulega stuðla að öryggi.
Hælisleitendurnir vel skipulagðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.