18.7.2013 | 06:49
Vísitölubundin laun = verðbólga
Það er endalaust hægt að "leiðrétta" laun "með tilliti til vísitöluþróunar". Þetta hefur verið gert áður og leiddi til hringavitleysu, meira en 100% verðbólgu. Eina leiðin til þess að hækka þessi laun um 10 til 20% er að hækka skatta á ALLA (tekjur ríkisins), þá sem eru í þessum bandalögum og aðra. Þá hækkar verðlag og það er jú verðbólga. Verðlag hækkar þá kannski um 20%. Hvað gerist næst? Þessi bandalög heimta leiðréttingu og hringavitleysan hefst á ný. Á meðan hækka öll verðtryggð lán tilsvarandi og vextir á óvertryggðum lánum skjótast upp í hæstu hæðir, lántakendum til mikillar gleði.
Þeir sem einhverja glóru hafa í hausnum vita þetta. Ég býst við að þessir "formenn" hafi ekki verið fæddir í gær svo ég tek það þannig að þessar kröfur séu ekkert annað en sýndarleikur.
Ég veit ekki betur en að laun á Íslandi hafi almennt ekki haldið "í við verðlagsþróun" nýlega. Þannig fer jú þegar efnahagur landsins hrynur (vonandi tóku þessir formenn eftir hruninu).
Ef þessu félög halda að þau verði eitthvað betur sett ef ríkið fer að prenta peninga til þess að uppfylla kröfur sem engin innistæða er fyrir held ég að þau fari villur vega. Kannski vilja þeir að ríkisstarfsmönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana verði fækkað um 20% eða svo til þess að hægt verði að hækka laun þeirra sem eftir setja. Hvað eiga þá þeir sem missa vinnuna að fara að gera? Verka fisk? Ég bara spyr...
Krefjast leiðréttingar launa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þegar verið wer að hækka laun sumra sem þegar eru á ofurlaunum,gefa öðrum hluti í fjárrmálastofnunum (sem þeir áttu þátt í að setja á hausinn) og aðrir þurfa að taka á sig skert lífskjör með allavegana hokuspokus hækkunum gjaldskráa,lyfjahækkana og framfærsluhækkana,og nú síðast er verið að ræða að skerða lífeyri,hækka gjaldtöku lífeyris eða eitthvað þvílíkt þá er vitað mál að ekki þyðir fyrir þá sem að baki þessu standa að ætla sér að koma og bulla um að ekki megi hækka laun því þá fari hér allt til andskotans,nema þú sért einn að þeim sem trúir að flatskjákaup nokkura hafi orsakað hér hrun samfélagsins ?
Árni Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 07:34
Takk Árni, góðir punktar.
Hörður Þórðarson, 18.7.2013 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.