Betra en sala til einkavina

Gott fyndist mér ef einhverjir erlendir aðilar keyptu bankann fyrir gjaldeyri. Það hlýtur að vera betra en að selja þá til einhverra einkavina á Íslandi, sem þess vegna gætu þurft að taka lán í einum banka til að kaupa hinn... 

 

http://is.wikipedia.org/wiki/Einkav%C3%A6%C3%B0ing_bankanna_2002

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila. Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008. Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan á hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.[1] Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild. Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum. [2] "

 


mbl.is Kínverjar vilja kaupa Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband