Maður eða köttur?

Ég hef heyrt að kettir hafi níu líf en þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þetta um mann.

"hefur hann ítrekað verið sviptur ökurétti ævilangt."

Varla er hægt að svipta hann ökuréttindum ævilangt oftar en einu sinni, nema hann hafi ítrekað dáið og endurholdgast og alltaf verið jafn vondur bílstjóri. 


mbl.is Ítrekað sviptur ökurétti ævilangt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ég held að 21 ár sé kallað ævilangt fangelsi í Danmörku og Noregi. Þannig getur einhver fræðilega setið af sér ævilangt fangelsi 4 sinnum. Ævilangt fangelsi í USA þýðir heldur ekki endilega ævilangt í raun, nema tekið sé fram í dómnum, að reynslulausn komi ekki til greina.

Að missa ökuskírteinið ævilangt á Íslandi þýðir ekki að missa skírteinið ævilangt, heldur bara í ákveðið langan tíma. Órökrétt, en þannig er það.

Austmann,félagasamtök, 28.8.2013 kl. 02:52

2 Smámynd: ViceRoy

Það er náttúrulega mjög furðulegt að maður geti verið sviptur ökuréttindum ævilangt (hvort sem það er endanlegt eða ákveðinn tími) á meðan að hann er sviptur ökuréttindum ævilangt. Þetta minnir mig á þegar Sönn íslensk sakamál voru í sjónvarpinu og þátturinn um Steingrím Njálsson var sýndur, maðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt 10 sinnum eða álíka oft... þegar kemur að svona ítrekuðum brotum, þá ætti það bara að vera fangelsisdómur og ekkert annað.

ViceRoy, 28.8.2013 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband