16.10.2013 | 18:55
Ljóta bullið
Hvaða máli skiptir það fyrir HSÍ eða "þjóðina" hvort þessi peningur safnar ryki ofan í skúffu eða að safnari eignast hann? Það skiptir augljóslega engu máli og HSÍ og þaðan af síður "þjóðin" ætti ekki að vera að skipta sér af einkamálum fólks. Maðurinn á peninginn.
Það var allt útlit fyrir að þetta mál fengi ánægjulega niðurstöðu. Sá sem seldi peninginn hefði geta veit sér og fjölskyldu sinn i meira en ella, kannski farið í ferð til útlanda eða endurnýjað bílinn. Safnarinn hefði fengið þennan fallega grip til að bæta í safnið. Núna getur verið að HSÍ fái peninginn "til umráða", sem þýðir væntanlega að hann fer ofan í skúffu hjá HSÍ, í staðinn fyrir að vera ofan í skúffu fyrri eiganda.
Ég á bágt með að sjá hvaða "gildi" það hefur fyrir þjóðina að þessi peningur skuli vera í eign HSÍ frekar en einhvers annars. HSÍ ætti að eyða tíma og peningum í eitthvað þarfara, til dæmis íþróttir fyrir börn.
Ég hef löngum haft skömm á þeim sem dýrka efnislega hluti. Þetta er dæmi um það þegar efnislegur hlutur öðlast eitthvað ímyndað gildi sem kemur fólki úr jafnvægi: "puts their knickers in a twist".
HSÍ stöðvaði söluna á silfrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.