Barnalegur og illa rökstuddur dómur

Rök dómsins eru að þetta sé "ekki svo fámennur hópur"! Væntanlega telur hann að útrýmingarherferð nazista hafi verið í góðu lagi vegna þess að hópurinn sem varð fyrir barðinu á honum var "ekki svo fámennur". Hann telur kannski einnig í góðu lagi að hlunnfara fólk, svo fremi sem hópurinn sem er hlunnfarinn sé ekki fámennur! Þeir sem létu þetta frá sér fara ættu að skammast sín.

Ennfremur: "Þá segir að í dómaframkvæmd hafi löggjafinn verið talinn hafa víðtækt vald til að ákveða hvaða atriði skuli ráða skattlagningu, jafnvel þó slík ákvörðun feli í sér eignaskerðingu". Dómurinn segir þannig í raun og veru að löggjafinn hafi víðtækt vald til að brjóta stjórnarskránna. Hvað er þá því til fyrirstöðu að löggjafinn taki ákvarðanir á borð við að leggja niður embætti forseta Íslands þegar henta þykir, eða að hætta að leita samþykkis forseta við nýjum lögum? samkvæmt þessum furðulega dómi er ekkert því til fyrirstöðu, úr því vald löggjafans er svona "víðtækt".

Hvernig væri að dæma af skynsemi, með góðum rökum? Ég fæ ekki betur séð en að þessi dómur byggist frekar á póltískum skoðunum þeirra sem dæmdu og hugsanlega ótta við afleyðingar þess að dæma samkvæmt því sem stendur skýlaust í stjórnarskránni. Rökin eru svo léleg að enginn getur sagt mér að dómurinn byggist á þeim.

Vonandi tekur hæstiréttur á þessu máli af einhverri skynsemi þegar til kasta hans kemur.

 


mbl.is Heimilt að leggja á auðlegðarskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar þig ekki að lesa dómin áður en þú kyngir þeirri einkennilegru mynd sem mbl virðist vilja draga upp af honum.

.

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201300179&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 16:33

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sýnist á þessu að héraðsdómur sé óbeint að vísa þessu til hæstaréttar þar sem þeir hafa ekki kjark né vit til að skera úr um þetta. Svona geðþóttalegt orðalag og órökstudd niðurstaða er ávísun á það. Þetta fer áfram, það tel ég nokkuð víst. Annað hvort snýr hæstiréttur dómnum við eða vísar honum heim í hérað aftur vegna augljósrar vanreyfunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2013 kl. 16:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek það fram að þetta er mín niðurstaða, einmitt eftir að hafa lesið dóminn. Ég er svosem ekkert að hlakka yfir því að auðmenn sleppi billega, en stjórnarskráin hefur sína fyrirvara af ástæðu. Svona niðurstaða er fordæmisgefandi og getur jafnt verið slæm fyrir verr setta, ef þetta er normið fyrir réttlætingu á mismunun ofsköttun og tvísköttun.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2013 kl. 16:38

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir þetta, Elfar. Mér finnst dómurinn ennþá vondur og mér finnst það miður að kona þessi virðist hafi fengið slæma lögfræðilega ráðgjöf. Það að vera að blanda jafnræðisreglunni inn í þetta flækti málið og var henni greinilega ekki til framdráttar. Ég fæ ekki betur séð en að hér hafi verið léleg lögfæði, bæði með og á móti konunni. Vonandi fær hún betri ráðgjöf næst. (Læra þeir þetta ekki hjá lögfræðiprófessorum í HÍ?) Væri konan betur komin ef hún ræki málið án "lögfræðiaðstoðar, sem í þessu tilviki virðist hafa gert allt annað en aðstoðað.

Úr: http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201300179&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

"Stefnandi telur það fara í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár og 72. gr. um friðhelgi eignaréttar hversu byrðinni af auðlegðarskatti sé jafnað á fáa aðila, eða 4-5 þúsund skattaðila. Eins og áður segir er það meginregla skattaréttar að skatta beri að leggja á eftir almennum efnislegum mælikvarða og vissri jafnræðisreglu, þannig að skattaðilum sé ekki mismunað óeðlilega. Er almenni löggjafinn talinn hafa víðtækt vald til að ákveða hvaða atriði skuli ráða skattlagningu að því marki að gætt sé greindra hlutlægnis- og jafnræðissjónarmiða. Í þessu sambandi er einnig litið til skatthlutfalls og þess gildistíma sem lögunum er ætlaður. Telur dómurinn, eins og atvikum er háttað, að sá hópur skattaðila sem þurfi að sæta auðlegðarskatti, sé ekki svo fámennur að fari í bága við greind ákvæði stjórnarskrárinnar.

Samkvæmt framansögðu er stefndi sýknaður af aðalkröfu stefnanda."

$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$

Í raun og veru kemst dómurinn að sinni niðurstöðu með rökstuðning í jafnræðisreglunni en sneiðir fimlega hjá því að dæma um brotið á 72. gr. stjórnarskrárinnar. Lögfræðilegur ráðgjafi konunnar átti ekki að vera að blanda jafnræði inn í þetta. Blandar ráðgjafi þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á stórvirkum þjófum jafnræðisreglu í málið? Nei, því þó svo að þjófurinn sýni öllum sínum fjölda fórnarlamba jafnræði, þá er hann samt þjófur.

Hörður Þórðarson, 24.10.2013 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband