7.11.2013 | 21:22
Á þetta að vera fyndið?
Er ekki verið að lítilsvirða dóminn þegar fluttir eru brandarar á borð við:
"Stjórnendur Kaupþings hafa við skýrslutöku í héraðsdómi sagt að kaup Al Thani á hlut í Kaupþingi í september 2008 hafi styrkt stöðu bankans og staða hans væri 3,5 milljörðum betri en ef þessi viðskipti hefðu aldrei átt sér stað. Þeir hafa viðurkennt að Kaupþing hafi lánað allt kaupverðið, en það kom ekki fram í tilkynningu sem send var Kauphöllinni á sínum tíma. Ekki var þar heldur getið um aðild Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum. Stjórnendur bankans segja að þessar upplýsingar hafi ekki þurft að koma fram í tilkynningunni."
Þetta hlýtur að vera djók. Stjórnendurnir halda því fram að þessi kaup hafi styrkt stöðu bankans en segja síðan að ekki hafi þurft að segja að bankinn var í raun og veru að kaupa sjálfan sig!!!
Að halda því fram að staða bankans hafi eitthvað styrkst við þetta er lýgi, til þess fallin að blekkja og hafa áhrif á markað, augljóslega í auðgunarskyni. Stjórnendur bankans verða vonand látnir sæta þeirri ábyrgð sem þeir tóku á sig. Enda fengu þeir laun í samræmi við það.
Aldrei ætlunin að leyna láninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.