"Brennsluæfingar" eru tímasóun.

Ef þig langar til að losna við kíló er best að borða minna. Til þess að losna við orkuna úr einu litlu súkkulaðistykki þyrfti að stunda svokallaða brennsluæfingu í langan tíma og það væri miklu skynsamlegara að sleppa bara súkkulaðinu.

Æfingar til að styrkja líkamann, efla heilsu og þrek eru hins vegar allt annað mál. Að lyfta þungum lóðum, með réttri líkamsbeytingu, er mjög gott. Það er líka gott að stunda það sem á ensku kallast "interval training", það er að gefa virkilega vel í í stuttan tíma, taka smá hlé og endurtaka það síðan. Þannig æfingar stuðla að því að leysa góð hormón úr læðingi, styrkja ofnæmskerfið og brenna orku, líka eftir að æfingunum er lokið.

Að fara í aerobic tíma sem endist til dæmis í klukkustund er ekki jafn gott. Hvers vegna? Það er vegna þess að þú getur ekki unnið af jafn miklum krafti í klukkutíma og þú getur gert í 30 til 60 sekúndur. Það er betra að gefa 100% stuttan tíma, hvíla sig og endurtaka nokkrum sinnum, frekar en að vera að puða á 80% styrk í klukkutíma. Auk þess er þetta klukkutíma puð yfirleitt erfitt og leiðinlegt. Það er miklu meira gaman að hlaupa, synda eða hjóla á fullu í stuttum sprettum, að minnsta kosti finnst mér það.

Þær æfingar sem mér finns einna mest niðurdrepandi eru þær sem kallaðar eru "curcuit training". Þær eru langar, erfiðar, niðurdrepandi og stuðla að slæmri líkamsbeitingu. Ég legg til að fólk haldi sig fjarri slíku. Hægt er að ná betri árangri hraðar með æfingum sem eru skemmtilegari og fljótlegri.

Þetta kemur mér ekkert á óvart: "Það sem kom á óvart var að þeir sem lyfta þungum lóðum breyta fitu í vöðva en hinir missa vöðva og fitu í æfingum sínum." 


mbl.is „Konur geta ekki fengið risastóra vöðva“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband