12.5.2014 | 18:41
Stundvísi er mikil dyggð
Ég fyllist gleði þegar ég les þessa frétt. Eitt hefur mér löngum fundist mikill löstur í fari íslendinga en það er skortur á stundvísi. Ég vil þakka yfirvöldum fyrir að taka hart á þessum lesti og handtaka þá sem mæta of snemma. Vonandi fer lögreglan um víðan völl og stingur þeim í steininn sem mæta seint eða snemma á þá staði sem þeir eiga að mæta á. Þannig er vonandi hægt að útrýma þessari óstundvísi sem landinn þjáist af.
Ég vona að það mæti skilningi hjá fólki sem verður fyrir líkamsárásum, innbrotum, andlegu ofbeldi og þar fram eftir götunum. Lögreglan hefur engan tíma til a eltast við svoleiðis smotterí. Ef einhver kona í Reykjavík telur sig til dæmis í hættu vegna ofbeldismanns getur hún bara flutt til Þórshafnar eða farið í klaustur einhvers staðar.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/07/hann_aetlar_ad_lata_mig_borga/
Það sjá það vonandi allir í hendi sér að þegar þarf fjóra laganna verði til að handtaka eina konu inni á löggustöð, þá er ekki mikilli mannafli eftir til að taka á öðrum, minni málum.
Eiginkona Íslendings send úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í augum íslenzku löggunnar eru allir útlendingar glæpamenn, því að þeir eru jú útlendingar. Það eru fjölmörg dæmi um það, að Íslendingar hafi níðzt á útlenzkum konum á ýmsan hátt, kúgað, lamið og svikið. Íslenzka löggan verndar þessa drullusokka, en refsar konunum. Þær eru jú útlendingar og eiga ekki betra skilið.
Ef það væru gefin rasistaverðlaun, þá fengi íslenzka löggan og Útlendingastofnun þau til skiptis ár eftir ár.
Stefán (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 21:33
Sparimerkjabrúðkaup? Ha.
Hörður Einarsson, 12.5.2014 kl. 22:34
Manni sýnist nú nokkuð augljóst að þetta hjónaband er gerfihjónaband, - gert í þeim tilgangi að reyna að þröngva íslendskum yfirvöldum til þess að gefa eftir og hleypa ólöglegum innflytjanda inn í landið.
Vonandi, að yfirvöldin standi sig vel í þessu máli, og vísi þessum ólöglega innflytjanda, burt úr landiinu.
Tryggvi Helgason, 12.5.2014 kl. 23:11
Hörður og Tryggvi.
Ég get fullvissað ykkur um að þetta hjónaband er ekki reyst á lakari grunni en ykkar eygið.
Ég þekki þessi hjón persónulega og þeirra samband byggist á kærleika og ást.
Svona mál eru ekki léttvæga né sársauka laus fyrir þá sem þurfa að stríða við sín eigin yfirvöld sem hafa skýr lög til að vinna eftir, en kjósa að brjóta þau og hundsa réttindi þessa fólks, sem eru þó takmörkuð fyrir.
Það er ykkur ekki til sóma að henda fram órökstuddum getgátur og háði um samborgara ykkar.
Guð geymi ykkur. Gestur Pálsson.
Gestur Pálsson (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 01:26
Takk fyrir innlitið.
Hörður Þórðarson, 13.5.2014 kl. 01:55
Íslendingar eru svo einfaldar sálir. " Ha á að senda konuna úr landi, aumingja konan hún á mann, þessi er svangur og hann sagðist verða skotinn ef hann færi aftur heim bla bla bla"
Og hvað vilja menn þá gera? Bara að opna hér öll landamæri upp á gátt og hleipa hér hverjum einasta manni inn sem vill koma?
Munduð þið vitringarnir skilja eftir opið heima hjá ykkur þegar þið færuð í vinnuna? Svo þegar þið kæmuð heim þá væru komnir gestir sem þið þekktuð ekkert en alveg fínir strákar samt og byrjaðir að borða úr í skápnum ykkar..
Hugsa þetta aðeins til enda gott fólk. Annað. Lögreglan er ekki að handtaka fólk sem hingað kemur því hún er svo vond og rasisk. Hver er svona heimskur að láta þetta frá sér?? Lögreglan handtekur fólk að fengini handtökuskipun, og þeir hafa ekkert val um annað en að vinna þá vinnu sem þeim er falin.. Hversu heimskur er hægt að vera?
ólafur (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 12:04
Ólafur, það ert þú sem ert bláeygur og einfaldur. Þetta snýst ekki bara um flóttamenn, heldur alla sem búa á Íslandi sem eru af erlendu bergi brotnir. Íslenzka löggan níðist á þesu fólki hemjulaust. Ég veit þetta, því að ég þekki fullt af erlendu fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á þessum svínum. Jafnvel fólk sem hefur fengið íslenzkan ríkisborgararétt, en er ofsótt af starfsmönnum ríkis og bæjar (lögreglu, Útlendingastofnunar, vinnumálastofnunar og félagsmálastofnunum, sérstaklega í Kópavogi) til æviloka fyrir engar aðrar sakir en að það eru útlendingar og geta enga vörn sér veitt, enda eru þeir íslenzku lögfræðingar, sem eiga að verja þessa einstaklinga, duglausir drullusokkar upp til hópa. Þeir eru skíthræddir við embættismenn ríkis og bæja og eru ekki að gera vinnu sína, enda skíthræddir við alla sem hafa einhver völd.
.
Ólafur, fyrst þú veizt ekkert um neitt, ættirðu að halda kjafti. Til æviloka.
Pétur D. (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 22:11
Takk fyrir þessar kjarnyrtu færslur.
Hörður Þórðarson, 14.5.2014 kl. 05:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.