22.5.2014 | 06:54
Hún var gengisfelld
"Hún sagði það aldrei hafa farið sér að vera með sítt hár, eins og skylda var, og því hafi farið svo að hún lét klippa hár sitt, í trássi við reglur Krossins. „Og þegar ég mætti á næstu samkomu fann ég hvað ég var gengisfelld.“"
Það er ekki hárið sem gengisfelldi hana. Það sem gengisfelldi hana var sú staðreynd að hún sótti samkomu hjá þessum söfnuði. Vonandi lærir fólk af þessu og lætur aðra ekki gengisfella sig með þessum hætti. Ef þér líður illa einhvers staðar skaltu hætta að fara þangað.
Gunnar hefur sinn Guð. Þú hefur þinn. Gunnar er bara maður, ekki Guð. Hann getur ekki skipað einum né neinum að gera neitt.
Þeir sem eru meðvirkir svona sauðum, og gengisfella aðra í krafti einhverjar samkomu ættu að bera höfuðið lagt, skammast sín og iðrast.
![]() |
Máttu hvorki mála sig né fara í sund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt er það. Það er ótrúlegt hvernig sumir láta trúarofstækisfólk eins og Gunnar og Jónínu teyma sig á asnaeyrunum. En þessum konum er vorkunn, þær hafa verið veikgeðja eða með hverfandi sjálfsálit og það hefur þessi valdasjúki Gunnar nýtt sér í eigin þágu. Þótt hann hefði ekki verið kærður fyrir kynferðislega áreitni, gæfi þessi drottnunarsýki hans næg tilefni til að leggja söfnuðinn niður.
Öll skipulögð trúarbrögð eru vafasöm. En sérstaklega ill eru þau sem einangra meðlimina frá eðlilegu lífi. Nóg er af þannig söfnuðum bæði hér á landi og erlendis og réttast væri að vara fólki við þeim. Og um að gera á fólk að yfirgefa þannig söfnuði þegar þeim verður misboðið.
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.