Er ekki hægt að fá rússa til að gera þetta?

Væri ekki betra að Rússar tækju þetta að sér? Þeir hafa mun fullkomnari þotur og vopnabúnað en tékkar.

Skilur annars einhver til hvers þessi gæsla er? Ef ég réði á íslandi myndi ég segja tékkunum að spara þoturnar en senda frekar peninginn sem það kostar að stand í þessum skrípaleik.


mbl.is Tékkar sinna loftrýmisgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Ég held að þeir sem koma til Íslands líti fyrst og framst á þetta sem tækifæri til æfinga. Á meginlandinu er flug þessara véla mjög takmarkað, þær eru háværar og illa séð ef þær eru mikið að athafna sig yfir byggð. Á Íslandi geta þeir flogið yfir endalausu opnu hafi án þess að trufla nokkurn nema einstaka skip á stangli.

Einar Steinsson, 23.5.2014 kl. 06:37

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er búið að skilgreina óvininn?

Jón Þórhallsson, 23.5.2014 kl. 07:24

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Nei, það er ekki búið að búa til óvin, vopnaframleiðendum til mikillar gremju.

Hörður Þórðarson, 23.5.2014 kl. 07:48

4 identicon

Auk æfingaflugs fyrir ímyndað stríð, þá er loftrýmisgæzlunni fyrst og fremst ætlað að bægja rúsneskum "björnum" frá íslenzku loftrými. Sérðu fyrir þér rússneska loftherinn sinna þessu hlutverki, Hörður?

Hvort þetta þjóni nokkrum praktískum tilgangi er svo önnur saga, enda er ólíklegt að Rússar fari að gera árásir á Ísland, þeir eiga fullt í fangi með að ráðast inn í og innlima Úkraínu. Annars þurfa vopnaframleiðendur ekki að finna óvini, þeir búa þá bara til og selja svo báðum hliðum vopn. Nokkrir af stærri framleiðslu- og útflutningsaðilum á vopnum í kalda stríðinu var Tékkóslóvakía og Tékkland hefur haldið þessari framleiðslu áfram. T.d. má ráð fyrir að önnur hver landsprengja á átakasvæðum sé tékknesk.

Pétur D. (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 13:04

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þessir svokölluðu birnir eru úrelt kaldastríðs fyrirbæri sem enginn hefur áhyggjur af lengur, enda er enginn alvöru loftrýmisgæsla fyrir íslenskt loftrými til staðar lengur. Að fá einhverja til að koma hingað af of til og leika sér með þotur er alveg tilgangslaust. Það skiptir engu máli hver stundar þennan þotuleik.

Ég held að íslenskir flugáhugamenn hefðu gaman af því ef til dæmis bandaríkjamenn, rússar og kínverjar skiptust á um að gera þetta, þá væri kannski hægt að fá að kíkja á fullkomnustu flugvélarnar.

Hörður Þórðarson, 23.5.2014 kl. 17:42

6 identicon

Ég sé að þú hefur tekið athugasemd mína út og mig grunar hvers vegna. En hlekkurinn sem ég setti var bara til að sýna nokkrar myndir af þessari herþyrlu. Hér á vefsíðu vopnasala http://www.defencetalk.com/mi-28n-night-hunter-helicopter-enters-russian-service-50004/ er umfjöllun um þessa nýju herþyrlu sem Rússar hafa keypt. Svo spyr ég aftur: Viltu, að Rússar komi með þessar þyrlur hingað í loftrýmiseftirlit og leysi rauðu, tékknesku þyrlurnar og F-16 þotur af hólmi?

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 08:41

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, þessi væri vafalaust góð til að aðstoða við að finna fólk sem er týnt í óbyggðum eða á sjó og myndi líklega henta vel við erfiðar aðstæður. Það væri frábært að fá þessa.

Hörður Þórðarson, 25.5.2014 kl. 18:25

8 identicon

Hvað með að fá nokkrar MiG-31 Foxhound supersonic interceptors líka? Rússarnir nota þær sjálfir fyrir eigin loftrýmisgæzlu, þó aðallega þær sem hafa verið uppfærðar. Þær eiga að geta ... eitthvað ... ef loftskeytum er skotið á landið og er þeim þá fylgt af Su-27 Flanker þotum. Gömlu MiG-29 þoturnar hafa þeir hins vegar selt til fátækra landa eins og t.d. Perú.

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 20:13

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, það eru líka nokkrar góðar amerískar og kínverskar þotur sem væri gaman að sjá. Ég gleymi því aldrei þegar ég var á flugsýningu í Reykjavík og F-15 þota sýndi listir sínar, til dæmis lóðrétt klifur. Hávaðinn var stórkostlegur.

Hörður Þórðarson, 25.5.2014 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband