Hvað voru yfirvöld og flugfélög að hugsa?

Ég held að stóra spurningin sé, hvers vegna lokuðu ekki alþjóðleg flugyfirvöld þessu svæði, í ljósi þess að allt benti til þess að Úkraínumenn, uppreisnarmenn og Rússar höfðu vopn sem gátu skotið farþegavélar niður?

Mér finnst nóg um allt það "öryggi" sem tengist farþegaflugi. Endalaust "security", úr belti, úr skóm, og svo framvegis, langt umfram það sem hægt er að réttlæta út frá cost/benefit útreikningum. Öllum þessum peningum er eitt í öryggi en síðan er flogið yfir svæði þar sem brjálæðingar eru með vopn sem geta eitt farþegavélum. 

Hvað voru flugfélög að hugsa sem flugu þarna, og hvað voru flugmálayfirvöld að hugsa? Voru þeir allir með nefið ofan í farangri saklauss fólks og sáu þar af leiðandi ekki hið augljósa?

Mér hefur reyndar alltaf fundist þetta yfirdrifna security á flugvöllum fara langt út fyrir öll skynsemismörk. Kannski er kominn tími til að nýta þessa fjármuni betur og stuðla þannig að raunverulegu öryggi.

 

http://www.kyivpost.com/content/ukraine/separatists-admit-downing-a-civilian-plane-in-tapped-conversation-full-transcript-356545.html

"They say on TV it’s AN-26 transport plane, but they say it’s written Malaysia Airlines on the plane. What was it doing on Ukraine’s territory?

Nikolay Kozitsin: That means they were carrying spies. They shouldn’t be f…cking flying. There is a war going on."

 

 Sem sagt, þeir hefðu ekki átt að vera að fljúga þarna.

 


mbl.is 298 um borð - 173 Hollendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Algerlega sammála þessu. Hvað eru menn að fljúga yfir stríðssvæði og hvað um flugumferðayfirvöld í Everópu að hugsa? Þeir ætluðu að taka af mér íslenska þjóðfánan á Manchesterflugvelli um daginn. Hann var á stöng með oddhvössum endi. Ég hélt nú ekki og þeir rifu hann af stönginni. Hafa sennilega haldið að ég ætlaði að murka lífið úr flugstjóranum.

Svo flautar alltaf í hliðinu þegar ég fer í gegn af því að ég er með stál í öxlum , þá fölna þeir og taka mig afsíðis.

Það eru fyrst og fremst flugumferðayfirvöld sem klikka þarna að mínu mati. Flugstjórar ættu að neita að fljúga yfir svona svæðum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.7.2014 kl. 09:09

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kærar þakkir fyrir góða færslu, Þorsteinn.

Hörður Þórðarson, 18.7.2014 kl. 09:14

3 identicon

Hjartanlega sammála.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 09:21

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svo rétt hjá þér Hörður !

Jón Snæbjörnsson, 18.7.2014 kl. 09:37

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er rétt hvað voru flugumferðareftirlit og flugfélög að hugsa?

En það hefur verið talið að flugvélar i yfir 30,000 feta hæð se öruggar fra hryðjuverkamönnum til þessa. Það eru bara stórveldi hernaðarlega séð sem hafa haft umráð með eldflaugar sem fara þetta hatt til þessa.

Nú er öldin önnur, Pútín utbitir þessum vopnum eins og þau seu sælgæti, enda var Pútín og er KGB maður og ber enga virðingu fyrir mannslífum.

Þetta eru vopn sem að hver sem er getur ekki notað, það þarf þjálfun og eg held að það hafi verið KGB sem skaut þessu voðaskoti a MH 17 með samþykki Pútíns.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 18.7.2014 kl. 21:52

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Nú virðast böndin berast að ICAO.

"Why was the plane flying over the troubled Ukraine region in the first place?

MALAYSIA Airlines said in a statement that the flight route was "declared safe" by the International Civil Aviation Organisation (ICAO).

The prima facie evidence says that it was not safe, so somebody made a mistake. ICAO issued advisories weeks ago that airlines should avoid this area."

http://www.stasiareport.com/the-big-story/asia-report/malaysia/story/making-sense-the-malaysia-airlines-flight-mh17-tragedy-2014

hy was the plane flying over the troubled Ukraine region in the first place?

MALAYSIA Airlines said in a statement that the flight route was "declared safe" by the International Civil Aviation Organisation (ICAO).

The prima facie evidence says that it was not safe, so somebody made a mistake. ICAO issued advisories weeks ago that airlines should avoid this area.

- See more at: http://www.stasiareport.com/the-big-story/asia-report/malaysia/story/making-sense-the-malaysia-airlines-flight-mh17-tragedy-2014#sthash.7lwvSinr.dpuf

Why was the plane flying over the troubled Ukraine region in the first place?

MALAYSIA Airlines said in a statement that the flight route was "declared safe" by the International Civil Aviation Organisation (ICAO).

The prima facie evidence says that it was not safe, so somebody made a mistake. ICAO issued advisories weeks ago that airlines should avoid this area.

- See more at: http://www.stasiareport.com/the-big-story/asia-report/malaysia/story/making-sense-the-malaysia-airlines-flight-mh17-tragedy-2014#sthash.7lwvSinr.dpuf

Hörður Þórðarson, 19.7.2014 kl. 06:19

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

What countries are not troubled on the flight route Europe to Asia, because there is a line of countries that flights have to fly over to get to their destinations on this flight route Europe to Asia that are troubled.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 20.7.2014 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband