12.8.2014 | 20:26
Af hverju ekki hjálpa þeim að hafa hemil á þessu?
Af hverju er fólk þarna ekki aðstoðað, þannig að það geti haldi þessari fjölgun í skefjum? Hvað vill fólkið í Afríku? Herskara fólks sem á varla í sig og á, styrjaldir og sjúkdóma og eyðileggingu náttúrunnar? Væri ekki betra að hafa viðráðanlegan fólksfjölda þar sem fólk hefur nóg að bíta og brenna og hægt er að varveita ein fegurstu svæði jarðarinnar og þau dýr sem lifa þar villt.
Það mætti halda að hjálparstofnanir vilji helst hafa allt þarna frekar ömurlegt vegna þess að annars væri starfsemi þeirra þarna óþörf. Sumar þessara stofnana hafa starfað þarna áratugum saman og þeim hefur tekist snilldarlega að viðhalda ástandi sem kallar á áframhaldandi nærveru þeirra.
Svo eru það hinir ýmsu trúflokkar sem hvetja félaga sína til að fjölga sér ótt og títt svo að þeirra safnaðarmeðlimum fjölgi og þeir fái meiri peninga í kassann. Þarna eru Kaþólikkar framarlega í flokki.
Það er kominn tími til að efla menntun og lífskjór á þessu svæði svo að fólk sjái sig ekki lengur knúið til þess að framleiða herskara barna svo að einhver verði til þess að halda þeim uppi í elllinni.
Afríkumenn verða fjórðungur mannkyns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrst talarðu eins og mikil mannfjölgun myndi auka á fátækt í Afríku, en að þín fækkunarleið myndi auka velmegun.
Svo talarðu um að kaþólska kirkjan vilji þessa miklu fólksfjölgun, "svo að þeir fái meiri peninga í kassann". Það er sjálfsmótsögn í þessum málflutningi þínum.
En Afríka brauðfæðir allt þetta fólk, hún er í raun EKKI mjög þéttbýl álfa.
Jón Valur Jensson, 12.8.2014 kl. 21:29
Takk fyrir innlitið, og takk fyrir að sjá mótsögnina sem felst í stefnu kaþólsku kirkjunnar. Sú stefna hefur valdið ómældum hörmungum, víða um heim. Hvaðan kemur til dæmis allt það fólk sem streymir inn í Bandaríkin úr súðri? Það er jú all fólk sem er að flýja offjöldann og eymdina sem ríkir í kaþólsku löndunum fyrir sunnan.
Það er líka mikið rétt að Afríka er ekki mjög þettbýl. Er það ekki af hinu góða? Er ekki betra að lifa í sátt við náttúruna en að lifa á svæði eins og til dæmis kína þar sem útilokað væri fyrir vill dýr eins of ljón, gíraffa og fíla að lifa vegna þess að samkeppnin við fólk væri allt of hörð?
Auðvitað eru þeir sem ekki eru dánir úr hungri brauðfæddir. Annars væru þeir jú ekki á lífi.
Er eitthvað eftirsóknarvert við það að hafa frekar 4,2 milljarða fólks í stað 1,2? Er ekki eitthvað meðalhólf sem er eftirsóknarvert til að skapa jafnvægi við náttúruna og góð lífskjör? Ef fjöldinn er orðinn 4,2 milljarðar árið 2100, þá verður hann væntanlega um 12,6 2200, 37,8 2300 og 113,4 árið 2400. Er það eitthvað vit, á svæði sem fólk er nú þegar að flýja í stórum stíl vegna slæra kjara?
Augljóslega er besta leiðin að mennta fólk og bæta kjör þess þannig að það geti hagað sér með sjálfbærum hætti.
Hörður Þórðarson, 12.8.2014 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.