21.9.2014 | 23:00
Hamingjan er ekki í pilluglösum
Mig langar til að óska Lindu til hamingju með þetta.
Nú er í tísku að lækna allt með lyfjum. Kannski ekki að undra vegna þess að það eru sterk fjárhagsleg öfl sem hvetja til þess að þróa og nota dýr lyf til að leysa vandamál sem stundum er hægt að lækna með góðu mataræði og með því að nota aðferðir á borð við hugleiðslu.
"Í dag segist Linda gefa lífinu meiri gaum, hún skynjar umhverfi sitt betur og nýtur augnabliksins. Hversu oft förum við út að ganga og tökum ekki eftir umhverfi okkar, gróðrinum eða fuglalífinu í kringum okkur, vegna þess að hugurinn er einhvers staðar annars staðar? Það getur verið góð hugleiðsla að fara út að ganga og upplifa umhverfi sitt og augnablikið sem við lifum í. Linda segist hafa lifað í litlum þægindahring og kvíðinn hafi stjórnað henni en í dag er lífið allt öðruvísi."
Hugleiðslan bjargaði heilsunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk kærlega. :-)
Linda Rós (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.