Stundum þýðir ekkert að vera með rökræður

"Í kjöl­farið hringdi eig­inmaður Freyju í sér­kenn­ar­ann og sagði að dreng­ur­inn myndi mæta í prófið, annað kæmi ekki til greina. Þrátt fyr­ir að hafa rök­rætt við Freyju, svaraði hún eig­in­manni henn­ar á allt öðrum nót­um og sagði að dreng­ur­inn mætti koma í próf­in."

Stundum verður fólk að vita hvað það vill, hver réttur þess er, og vera ekki að rökræða það neitt. Þetta virðist vera dæmi um slikt. Ef ég væri Freyja myndi ég fara fram á fund með menntamálaráðherra og ræða þetta mál. Þessi sérkennari mætti gjarnan mæta þar til að standa fyrir máli sínu. Hann myndi kannski upplifa sig heimskan, en hann verður að bera ábyrgð á gerðum sínum og útskýra þær.

"Svarið sem hún fékk frá sér­kenn­ar­an­um var þetta: „Veistu það, ef hann mæt­ir í þessi próf þá mun hann bara upp­lifa sig heimsk­an!“"

Ég óska foreldrum drengsins til hamingu með þetta, en ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef faðir hans hefði ekki haft bein í nefinu. Hefði drengurinn upp frá þessu verið talinn heimskur og ófær um að þreyta próf? Ég held að heimska þessa sérkennara hefði gjarnan mátt koma í ljós á grunnskólstigi. Þá væri hann vonandi núna í starfi sem hæfði vitsmunum hans betur.


mbl.is „Mun upplifa sig heimskan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá tèr, hjartanlega sammâla.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 07:42

2 identicon

Verst af öllu er að svona viðhorf kennara brýtur alveg niður sjálfstraust barnanna og leggur grunn að prófkvíða sem margir losna aldrei við og það jafnvel þó blessuð börnin standi sig vel í skólanum.

Dagný (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 08:15

3 identicon

Svona er þetta bara.. Þetta blessaða menntakerfi sem á að vera handa öllum, enn því miður er bara fyir þá sem "Fitta inn" kynntist svona hroka og yfirlætiskennd sem barn í grunnskóla. Ég hafði vonað að fólk væri upplýstara og skilningsríkara enn á 9. áratug. Enn nei. það liggur við að fólk sem passar ekki í kassan geta bara beðið úti. Hrikalegt þegar menntað og faglært fólk er ekki skilningsríkari enn þetta. Ég læt mér detta í hug að markmiðið með þessu dæmi væri að halda meðaleinkunn skólans uppi svo að skólastjórnedur geti gortað sig að þeirra meðaleinkunn sé hærri enn næsta skóla. Undarlegt forgángsröð.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 14:20

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir innlitið. Vonandi verður þetta, og önnnur álíka mál rannsökuð svo að þetta endurtaki sig ekki.

Hörður Þórðarson, 21.11.2014 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband