Verðbólguþjóðfélag

Á Íslandi er hugunarháttur fólks ennþá í verðbólgu farinu og verður líklega áfram. Ég sé ekkert sem bendir til þess að fólk komist upp úr því fari. Í flestum köndum þykir mikið að krefjast 5% launahækkana en á Íslandi er það 50%. Hvaða afleiðingar hefur þessi hugsunarháttur?

1. Verðbólgan fer að stað.

2. Vextir á óvertryggðum lánum hækka gríðarlega.

3. Ekki er hægt að taka upp gjaldmiðil á borð við efru vegna þess að aginn sem þarf til þess er ekki fyrir hendi. Laun myndu líklega halda áfram að hækka í efrum, atvinnurekendur hefðu ekki efni á að greiða launin og atvinnuleysi yrði afleyðingin. Svona er þetta til dæmis á Spáni.

 

Laun hækka um 50%, verðlag um %50 og lán um 56% en er það svona sem fólk vill hafa hlutina? Hjakka alltaf í sama farinu.


mbl.is Alvarleg staða blasir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Allir sjá þetta. Allir skilja þetta, en af einhverjum ástæðum er ávallt hjakkað í sama farinu. Er nema von að í landinu skuli finnast aðilar sem vilja afnema sjálfstæðið og flytja til útlanda? Íslenska þjóðin er dottin í sápuóperu. Þar má kenna ýmsum um.: Lélegum, sjálfumglöðum og gegnsýktum stjórnmálamönnum, ömurlegum verkalýðsforkólfum, en ekki sýst, landslýð nánast öllum, sem virðist þrá að lifa í einhverskonar sadómasó....eitthvað. Íslendingar eiga meira sammerkt með hundum, en öðrum dýrategundum. Ótrúlegt hvað þessari þjóð þykir gott að láta sparka í sig og það helst liggjandi.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.3.2015 kl. 02:14

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kærar þakkir fyrir gott inlegg.

Hörður Þórðarson, 23.3.2015 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband