Stórkostlegt að sjá hvað stærðfræðigetan hefur aukist mikið!

Mikið er ég ánægður fyrir hönd íslenskra skólanema að einkunnir þeirra í stærðfræði, og þar með væntanlega geta þeirra hefur aukist svona mikið. Stórkostlegt...

Í sannleika sagt, þá á ég ekki orð yfir þennan skrípaleik. Skólanemum var gerður þvílíkur grikkur þegar samræmdu prófin voru lögð af að jafna má við glæp gegn þeim og þeirra framtíð. Núna geta lélegir kennarar og skólar búið til próf og niðurstöður sem líta vel út á pappírnum þegar allt er raunverulega í kalda koli.

Nemendur og forráðamenn þeirra eiga að heimta samræmd próf sem sýna á sanngjarnan hátt hvar þeir standa, hvernig skólinn hefur staðið sig og ekki síst menntaskólum sem þessir nemendur sækja í hver raunveruleg staða þeirra er.

Verzlunarskólinn ætti með réttu ekki að taka neitt mark á þessum uppsprengdu gervieinkunum og hann ætti að hafa inntökupróf. Það væri sangjarnt. Þá myndi líka koma í ljós hvaða skólar og hvaða kennarar standa sig illa og í framhaldi er hægt að aðstoða þá svo að þeir geti bætt sig og veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á.


mbl.is Hafnað með yfir 9 í einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband