Uppskript að eymd

Gríska þjóðin er búin að tjá sig um þetta. "What part of no to austerity don´t they understand?" Ég bara spyr. Dettur einhverjum í hug að ástandið á Grikklandi batni við það að hækka skatta á fyrirtæki og ferðamenn? Halda þeir að fyrirtæki vaxi og dafni og að fleiri atvinnulausir verði ráðnir í vinnu? Getur verið að þeir séu svona vitlausir? Þetta er augljóslega uppskript að frekari kreppu og auknu atvinnuleysi.

Hvað ætla þeir að kvelja sig lengi með því að rembast við að halda í evru? Það hefur fyrir löngu komið í ljós að Grikkir eru betur settir með eigin gjaldmiðil.

Gríska þjóðin sagði nei og nei þýðir nei. Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn fari að hlusta?


mbl.is Niðurskurðarhnífurinn reiddur til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki bara stjórnmálamenn sem hlusta ekki. Ég prufaði þetta heima hjá mér. Það var kosning og ákveðið að draga ekki saman en fá Íbúðarlánasjóð frekar til að fella niður lán. Möppudýrin hjá Íbúðarlánasjóði hundsuðu algerlega þessa lýðræðislegu niðurstöðu og voru bara með hótanir. "What part of no to austerity don´t they understand?" Ég bara spyr. Með þessu áframhaldi tek ég upp Norska krónu eða minn eigin gjaldmiðil.

Ufsi (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband