11.7.2015 | 04:32
"Cost/Benefit" ?
Vonandi hefur þetta apparat allt verið ransakað út frá því hvað þetta kostar og hvaða árangur næst fyrir peningana. Hvað kostar þetta og hvað hafa þeir stoppað marga terrórista?
Eg hef ferðast vítt og breitt um heiminn. Sums staðar hef ég gengið inn í flugvélar án þess að sýna svo mikið sem skilríki. Annars staðar hef ég þurft að fara úr skóm, belti og jakka og gegnumlýsa allt þegar ég fór inn í vél og síðan AFTUR þegar ég kom á flugvöll þar sem ég var í transit. Þvílík geðveik sóun á tíma og penigum.
Ef þeir eyddu helminginn af þessum peningum í það að rannsaka hryðjuverk og koma í veg fyrir þau áður en þau gerast og markvissa öryggisleit á flugvöllum þar sem einstaklingar sem gætu verið hættulegir eru skoðaðar í stað þess að taka fyrir hvern einasta afa og ömmu eins og núna er gert, þá fyndist mér að ég væri öruggari.
Síðan væri hægt að eyða hinum helmingnum af peningunum í heilbrigðiskerfið.
Biðraðir vegna tafa við öryggishlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk sem hefur verið handtekið vegna áforma um hryðjuverk.
Örygggisleit miðast við landið sem flogið er til. Öryggisleit á Keflavíkurflugvelli miðast við að flugvélar sem þaðan fara fái að koma inn í lofthelgi annarra landa. Okkur er frjálst að leggja niður öryggisleit en verðum þá að sætta okkur við það að flug frá landinu leggst af.
Ufsi (IP-tala skráð) 11.7.2015 kl. 15:07
Ég er ekki að tala um að leggja niður öryggisleit. Ég er að tala um að gera hana skynsamlegri, markvissari, ódýrari og árangusríkari. Þetta fólk sem þú sýnir hér að ofan var ekki handtekið vegna þess að óheyrilegu fé hefur verið eitt í ómarkvissa og gangslausa 100% skoðun á öllum sem fara í flug.
Ef þú ert að eyða peningum almennings, þá finnst mér lágmark að fram fari cost/benefit rannsókn og peningarnir séu notaðir skynsamlega.
'It is found that attack probabilities had to be much higher than currently observed to justify additional protective measures. Overall, then, it is questionable whether special efforts to further protect airports are sensible expenditures. Indeed, some relaxation of the measures already in place may well be justified."
http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0969699713001270
Í stuttu máli, þá er ég bara að biðja um að menn hugsi sig aðeins um, áður en þeir sturta peningunum niður klósettið.
Hörður Þórðarson, 11.7.2015 kl. 20:55
Og varðandi regulr annara landa, þá finnst mér að íslendingar og aðrar þjóðir ættu að vinna að því að bæta þetta öryggi og gera það skilvirkara. Ekki bara setja þeigjandi og horfa á peningana brenna.
Hörður Þórðarson, 11.7.2015 kl. 20:57
Þetta fólk var handtekið vegna þess að óheyrilegu fé var verið í 100% skoðun á heilu þjóðfélagi. Ef þú heldur að ýtarleg skoðun og stöðugt eftirlit með öllum landsmönnum og útlendingum hér á landi kosti minna en vopnaleit á flugvelli þá er það mikill misskilningur.
Það sést ekki utaná fólki hverjir eru hættulegir, allir geta verið hættulegir. Hver einasti afi og amma getur borið sprengju, krakkar, hvítir, prestar, rauðhærðir, einfættir, norðæenskir. Allir geta verið hryðjuverkamenn, það eru engar undantekningar.
Öryggiseftirlit á flugvöllum er mjög skilvirkt og hefur mikinn fælingarmátt. Tilgangurinn er ekki að handtaka hryðjuverkamenn heldur að koma í veg fyrir að reynt sé að fremja hryðjuverk. Og það er stöðugt unnið í því að efla þetta eftirlit, bæta öryggi og skilvirkni.
Ufsi (IP-tala skráð) 11.7.2015 kl. 21:48
Passaðu þig á vonda karlinum, Ufsi. Við skulum ekki fara út, hann gæti verið í felum bakvið hornið. Kannski er hann dulbúinn og lítur út eins og amma þín....
Síðast þegar ég fór í flug var engin vopnaleit, ekki beðið um skilríki og flugstjórnarklefinn var galopinn allt flugið. Stutt innanlandsflug í siðmenntuðu landi. Enginn vondur kall, og peningarnir sem hefðu verið notaðir til að hrella ömmur og afa eru notaðir til að lækna fólk.
Staðreyndin virðist samt vera sú að terróristarnir hafa unnið. Heimurinn er fullur af bleyðum sem vita hvorki afturábak eða áfram.
Hörður Þórðarson, 11.7.2015 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.