Ömurlegur auli

"Aðspurður hvort það komi til greina að draga til baka stuðning Íslands við aðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins og vest­ur­velda gegn Rússlandi seg­ir Gunn­ar það ekki koma til greina. „Ég get ekki séð að það sé val­kost­ur. Það er eng­in til­laga kom­in fram í rík­is­stjórn fram að þessu og ekki held­ur í ut­an­rík­is­mála­nefnd. Þannig að það er ein­hug­ur að þetta sé með þess­um hætti."

Það hefur sem sagt enginn nennt að gera neitt og þess vegna er "einhugur" um að halda áfram að gera ekki neitt. Þetta eru rökin... Engar frekari skýringar. Hvernig væri að þessir letingjar verði settir í vegavinnu eða eitthvað álíka og þeir sem vilja vinna að því að tryggja hagsmuni íslensku þjóðarinnar fái að sinna þessum málum.

Íslendingar verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja refsa rússum eða ekki, rökstyðja það og tilgreina hvað þarf að gerast til að refisaðgerðunum verði aflétt. Í leiðinni mætti útskýra hvers vegna þeim þjóðum sem ráðast ölöglega inn í aðrar og steypa þar stjórnvölum er ekki refsað og hvers vegna þeim sem myrða fólk um víðan völl með fjarstýrðum flugvélum er ekki refsað. Mér þætti gaman að vita það.

Í fullri alvöru, þá ætti 300 þúsund manna þjóð að huga fyrst að sínum eigin hagsmunum en ekki vera að elta einhverja aðra, af því bara eða af því að enginn hefur hingað til nennt að gera neitt..


mbl.is Vill að bandamenn bregðist við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hörður - sem og aðrir gestir, þínir !

Ekki neinu orði við að bæta: þinnar skilmerku færzlu.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 10:35

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Að þinu mati er réttlætanlegt að vera tækifærissinni í krafti smæðar ?

Jón Ingi Cæsarsson, 14.8.2015 kl. 15:32

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ert þú fæddur í gær, Cecil? Er ísland sjálfstætt land eða úthverfi í Brussel? Hverjir eiga að móta utanríkisstefnu íslendinga, ESB eða þeir sjálfir?

Tækifærissinar? Hvað kallar þú það að vera í viðskiptum við Nígeríu þar sem spilling er landlæg og mannréttindi að engu höfð? Hvað kallar þú það að vera í viðskiptum við bandaríkjamenn sem myrða þá sem þeim dettur í hug, styðja óaldahópa í miðausturlöndum og hafa endalausa sögu stríðsglæpa á bak við sig og stunda þá fram á þennan dag?

Ef þetta er ekki að vera tækiförissini, þá veit ég ekki hvað, Cecil. Íslendingar eru og verða tækiförissinar af illri nauðsyn.

Hörður Þórðarson, 14.8.2015 kl. 17:12

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Afsakið. Þetta átti auðvitað að vera Jón Ingi en ekki Cecil...

Hörður Þórðarson, 14.8.2015 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband