Stríð gegn hryðjuverkum er gagnslaust

Stríð er hryðjuverk, ofbeldi getur af sér ofbeldi. Hélt einhver virkilega að vesturlönd gætu endalaust drepið fólk í miðausturlöndum og stutt við hryðjuverk án þess að stríðið kæmi heim til þeirra?

Ég reiðist því að fólk hafi verið myrt í París. Ég reiðist líka þegar fólk er myrt með fjarstýrðum flugvélum eða öðrum tólum í öðrum löndum. Til þess að koma á friði verðum við að leggja þetta að jöfnu og berjast gegn ofbeldi og glæpum, sama hvar það er og sama hver gerandinn er. Morð er morð, hvort sem morðinginn heitir Bush, Blair, Obama eða Jihadi John.

Bandaríkin hafa stundað svokallað "war on terror" í meira en 10 ár. Þetta eru ávextirnir og af þeim skuluð þér þekkja þá. "War IS terror." Að berjast gegn hryðjuverkum með stríði er eins og að berjast gegn offitu með því að borða stanslaust kökur. Það vinnur gegn tilgangi sínum.

Þeir sem bera ábyrgð á stríðinu í Írak bera mikla ábyrg á því að svona hefur farið. Þeir sem hafa stutt hryðjuvermenn í Sýrlandi bera einnig mikla ábyrgð.

Hvernig stöðvum við hryðjuverk? Með því að koma á friði og réttlæti í miðausturlöndum, þar með talið í Ísrael. Ekki með stríði.

 


mbl.is Heitir miskunnarlausu stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef ofbeldið þitt gefur af sér meira ofbeldi, ertu ekki að beita nógu miklu ofbeldi.

Þetta "War on error" er bara svikamilla.  Augljóslega, meira að segja.

Og það er enginn í alvöru að reyna að koma á friði í mið-austurlöndum.  Það er helst að Ísraelar hegði sér.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2015 kl. 20:43

2 identicon

Sæll.

Það er eins og barn hafi skrifað þennan texta :-(

Stríð er ekki hryðjuverk, það er af og frá. Stríð og hryðjuverk hafa sæmilega skýra lagalega merkingu sem þú virðist ekkert vita af. Hvernig stendur á því? Það er ekki málefnalegt að endurskilgreina hugtök eftir hentugleika. 

Það er alveg augljóst að þú veist ekkert um íslam eða sögu íslam. Lærðir þú enga mannkynssögu?

Já, auðvitað - það sem var að gerast í París er auðvitað Vesturlöndum að kenna. Hvernig getur það farið framhjá nokkrum manni. 

Eru árásir múslima á þá sem ekki aðhyllast íslam nýjar af nálinni? Hófust þær fyrst 11.sept. 2001? Langt í frá. Íslam breiddist út með ofbeldi:

https://www.youtube.com/watch?v=2bgDXO6twKc

Ef hryðjuverkamenn ráðast á þjóð á hún þá bara að sleppa því að svara fyrir sig? Það er ekki hægt að ráða annað af þínum orðum. Kannski misskil ég en þetta er mjög merkilegt viðhorf og í besta falli barnalegt. Frakkar og Rússar munu án efa svara morðum á borgurum sínum með einhverjum hætti. Ertu að mæla með því að þessar þjóðir geri ekki neitt því "ofbeldi getur af sér ofbeldi"?

Finnst þér eðlilegt þegar múslimar fagna árásunum í París? Finnst þér eðlilegt að múslimar skuli hafa fagnað árásunum 11. september 2001? Getur þú kannski dregið einhverjar ályktanir af þessum fögnuði þeirra?

Er íslam trú friðarins?

https://www.youtube.com/watch?v=7gcUjqmmMjI

Ríkir málfrelsi innan íslam?

https://www.youtube.com/watch?v=oW193f1LiKw

Hverjir eru hryðjuverkamenn í Sýrlandi? Hvað vilja þeir? Hverjir fjármagna þá? Hvað gengur þeim til sem fjármagna þá? 

Hvernig stöðvum við hryðjuverk, spyrð þú? Svarið segir þú vera að koma á friði og réttlæti í Mið-Austurlöndum - líka í Ísrael. Þetta hljómar eins og lína frá fegurðardrottningu. Örlítil sögulexía hér:

Palestína er heiti á svæði sem Rómverjar stjórnuðu á sínum tíma. Árið 1695 var framkvæmt manntal á þessu svæði. Þar má lesa ýmislegt áhugavert eins og þá staðreynd að í þessu manntali er ekki eitt arabískt/palestínskt nafn að finna. Það skiptir suma auðvitað engu máli en kippir eigi að síður algerlega fótunum undan málflutningi þeirra sem hatast út í Ísrael. Gyðingar hafa alltaf verið fjölmennir á svæðinu þó sumir vilji ekkert af því vita - það er svo mikið bögg að láta veruleikann skemma skýjaborgir sínar :-)

Á Gaza, á þessum tíma svo einfalt dæmi sé tekið, bjuggu um 550 manns - um helmingur þeirra gyðingar og hinn helmingurinn var að mestu kristinn. Þetta skiptir þig sjálfsagt engu máli, eða hvað? Hvaða góðu menn stjórna nú Gaza?

Hvað eru "Palestínumenn" að gera til að undirbúa stofnun sjálfstæðs ríkis? Er verið að fjárfesta í framleiðslu? Ferðamannaiðnaði? Á hverju ætlar framtíðarríki "Palestínumanna" að lifa? Ölmusu eins og hingað til?

"Þjóðin" Palestínumenn varð fyrst til á 7. áratug síðustu aldar (forsprakkar PLO hafa sagt að þjóðin Palestínumenn sé ekki til - hvort sem þú trúir því eður ei). Það sem gerir okkur og Færeyinga, svo dæmi sé tekið, að tveimur þjóðum er að við tölum ekki sama tungumálið. Hvað greinir "Palestínumenn" sem þjóð frá t.d. Jórdönum?

Svo fæ ég ekki betur séð en þú sért að jafngilda athöfnum Blair, Bush og Jihadi John. Er það rétt skilið hjá mér?

Að berjast með stríði gegn hryðjuverkum er eins og berjast gegn offitu með kökuáti segir þú. Skrautleg samlíking en missir algerlega marks þegar menn vita ekkert um það hvernig íslam breiddist út.

Árið 635 féll Damaskus, Páll postuli var á leiðinni þangað þegar hann fékk opinberun sína, fyrir innrásarher múslima. Þetta gerðist bara 3 árum eftir fráfall Múhameðs. Kristni breiddist út með trúboði en íslam með stríði, kúgun og skattlagningu þeirra sem ekki voru múslimar. Íslam hefur verið í stríði við restina af heiminum í margar aldir enda er það í fullu samræmi við orð Múhameðs í hadith.

Í Muslim 001:003 (hadith) segir Múhameð að sér hafi verið fyrirskipað að berjast gegn mannkyninu þar til það játar trú á Allah. Hvað þýðir þetta Hörður? Hvað afleiðingar hefur þetta? Hvaða þrjá valkosti eiga múslimar að bjóða þeim sem þeir hertaka?

Hafa öfgamenn rænt íslam? Á hverju hafa svokallaðir hófsamir múslimar að standa úr íslömskum trúartextum til að réttlæta sín viðhorf? Á hverju hafa svokallaðir öfgamenn innan íslam á að standa úr íslömskum trúartextum til að réttlæta sín viðhorf? 

Það er vandamál hve illa upplýst fólk er.

Helgi (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 22:53

3 Smámynd: Starbuck

Helgi - Hugtakið hryðjuverk hefur ekki "sæmilega skýra lagalega merkingu".  Ef það hentar pólitískum hagsmunum viðkomandi þá eru "hryðjuverkamenn" kallaðir freedom fighters.  

Starbuck, 15.11.2015 kl. 00:06

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, Helgi, fáviska, barnaskapur og slæm yfirsýn yfir málefni er svo sannarlega vandamál. Þeir sem þjást af slíku láta auðveldlega glepjast. Varðandi Ísrael hef ég engu að bæta við það sem þessi gyðingur, sonur ísraelsks hershöfingja segir https://www.youtube.com/watch?v=etXAm-OylQQ

"Svo fæ ég ekki betur séð en þú sért að jafngilda athöfnum Blair, Bush og Jihadi John. Er það rétt skilið hjá mér?"

Nei, það er rangt skilið. Bush og Blair bera að öllum líkindum ábyrgð á miklu fleiri morðum og miklu meiri þjáningum en JJ, enda réðust þeir ólöglega á Írak og bjuggi til þann jarðveg sem svokallað ríki Íslams þrífst í. JJ er lítið peð samanborið við þá.

Varðandi íslam og kristni:

https://abagond.wordpress.com/2013/04/24/are-christians-more-violent-than-muslims/

"Are Christians more violent than Muslims? What does the record say?

Murder rate: White America, like most Christian countries in the Americas, Africa and Eastern Europe, is markedly more violent than most of the Middle East (murders per 100,000 population):

    • 0.6 Bahrain

    • 0.7 Oman

    • 0.8 United Arab Emirates

    • 0.9 Qatar

    • 1.0 Saudi Arabia

    • 1.2 Egypt

    • 1.7 Cyprus

    • 1.8 Jordan

    • 2.0 Iraq

    • 2.1 Israel

    • 2.2 Kuwait

    • 2.2 Lebanon

    • 2.3 Syria

    • 3.0 Iran

    • 3.3 Turkey

    • 3.4 WHITE AMERICA

    • 4.1 Palestine

    • 4.2 Yemen

    Terrorist attacks: According to the FBI, only 6% of the terrorist attacks on U.S. soil between 1980 and 2005 were carried out by Muslim extremists. Even Jewish extremists carried out more (7%).

    War: Wars with at least a million dead:

    Christian wars:

      • years: name: conservative body count in millions

      • 535-554: Gothic Wars: 5.0m

      • 790-1300: Reconquista: 7.0m

      • 1096-1272: Crusades: 2.0m

      • 1337-1453: Hundred Years’ War: 3.0m

      • 1562-1598: French Wars of Religion: 3.0m

      • 1568-1648: Dutch Revolt: 1.0m

      • 1618-1648: Thirty Years’ War: 3.0m

      • 1655-1660: Second Northern War: 3.0m

      • 1763-1864: Russian-Circassian War: 2.0m

      • 1792-1802: French Revolutionary Wars: 2.0m

      • 1803-1815: Napoleonic Wars: 3.5m

      • 1830-1903: War in Venezuela: 1.0m

      • 1882-1898: Conquests of Menelik II of Ethiopia: 5.0m

      • 1910-1920: Mexican Revolution: 1.0m

      • 1914-1918: First World War: 20.0m

      • 1917-1922: Russian Civil War: 5.0m

      • 1939-1945: Second World War: 41.5m (European deaths only)

      • 1946-1954: First Indochina War: 1.0m

      • 1950-1953: Korean War: 1.2m

      • 1955-1975: Vietnam War: 1.1m

      • 1998-2003: Second Congo War: 2.5m

      Muslim wars:

        • 1370-1405: Conquests of Tamerlane: 7.0m

        • 1681-1707: Conquests of Aurangzeb: 5.0m

        • 1967-1970: Nigerian Civil War: 1.0m

        • 1980-1988: Iran-Iraq War: 1.0m

        • 1983-2005: Second Sudanese Civil War: 1.0m

        • 1989-2001: Afghan Civil War: 1.4m

        Seven times more people have died in Christian wars: 113.8 million compared to the 16.4 million who died in Muslim wars.

        There are more Christians, but only about 50% more, nothing like seven times more.

        Western history is Eurocentric, so we know more about wars in Christian lands than in Muslim ones. But not for wars since 1900, and there the imbalance is even worse: 73.3 million compared to 4.4 millon – 17 times more dead in Christian wars.

        Some blame technology, yet the Muslim world has all the weapons the West had to kill over 100 million people. And yet it did not.

        Democide: counts those who died not through war or street crime but through the wilful in/action of government, like genocide or Mao’s Great Leap Forward.

        Christian democides of a million or more (does not count communist democides):

          • 940-1917: Russia (tsarist): 2.1m

          • 1095-1272: Crusades: 1.0m

          • 1451-1870: European slave trade: 17.3m

          • 1492-1900: Latin America: 13.8m Amerindians

          • 1600-1900: Caribbean: 10.0m slaves worked to death

          • 1618-1648; Thirty Years War: 5.8m

          • 1651-1987: British Empire: 1.1m (not counting slavery)

          • 1800-1900: Brazil: 1.5m Amazon rubber companies

          • 1900-1920: Mexico: 1.4m

          • 1933-1945: Germany (Nazis): 20.9m

          • 1945-1948: Poland: 1.6m

          Muslim democides of a million or more:

            • 400-1900: Iran: 2.0m

            • 1110-1918: Ottoman Empire: 3.9m

            • 1958-1987: Pakistan: 1.5m

            • 1983-2005: Sudan: 1.9m Nuer, Dinka, Christians, Nuba, etc

            Christians have killed eight times more people in democides than Muslims: 76.5 million compared to 9.3 million. Almost the same rate as for war.

            The mistake here lies not in the numbers but in the words “Christian” and “Muslim”. Sometimes religion is a cause – or at least an excuse – like in the bombings by Christian extremist Eric Rudolph or the genocide in Sudan. But most often it is not. Calling, say, the 9/11 terrorists “Muslim” is like calling Hitler “Christian”: true yet misleading. It is Islamophobia, not a serious attempt to understand the world as it is.

            Sources: Wikipedia, R.J. Rummel, FBI, Loonwatch, U.S. Department of Justice, List of countries by intentional homicide rate.

            See also:

                  • Is Islam violent? – wherein I argue the Muslim world has become more violent over the past 30 years but that religion is not the main reason for it."

                  Hörður Þórðarson, 15.11.2015 kl. 01:34

                  5 identicon

                  Ja nafni Það er vandamál hve heilaþvegin þú ert.og illa upplýstur  

                  Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 10:02

                  6 identicon

                  @Starbuck: Jú, hugtakið hryðjuverk hefur sæmilega skýra lagalega merkingu. Ýmsir nota það þó mjög frjálslega. Sumt fólk á í miklum vandræðum með hugtök. 

                  Sæll.

                  Nú líður mér eins og mýflugu í nektarnýlendu: Ég veit varla hvar ég á að byrja.

                  Ég gef nú ekki mikið fyrir þessar tölur þínar enda ertu komin út fyrir umræðuefnið. Innlend glæpastarfsemi er alveg ótengd hryðjuverkum og þú seilist ansi langt til þess að þurfa ekki að svara efnislega því sem ég segi. Það er í besta falli flókið að bera saman glæpatíðni milli landa og fyrir því eru ýmsar ástæður sem þú áttar þig án efa á. Þú gætir allt eins talað um hve fáar konur eru sektaðar fyrir umferðarlagabrot í Sádí-Arabíu sem dæmi um það hve góðir ökumenn múslimskar konur eru. Var það kannski ásinn þinn?

                  Svo er það nú þannig að ef múslimi í íslömsku landi drepur einstakling sem er ekki múslimi er ekki sjálfgefið að réttað sé yfir viðkomandi. Dæmi: Árið 2011 var gyðingur stunginn á markaði sem gyðingar sækja gjarnan í Túnis (þessir fáu sem eftir eru þar). Fórnarlambið lifði af og aðrir á markaðinum sneru árásarmanninn niður og komu honum í hendur lögreglunnar. Lögreglan sleppti árásarmanninum án þess að leggja fram kæru. Veistu af hverju lögreglan sleppti árásarmanninum? Hint: Fyrir því eru 2 ástæður. Kynntu þér þetta!

                  Sá sem setur saman þessar tölur sem þú vitnar í er annað hvort illa að sér eða setur þær fram vísvitandi til að blekkja. Ég veðja á seinni möguleikann. Heldur þú t.d. að tölur um heimilisofbeldi frá íslömskum löndum séu inni i þessu, þar sem eiginmaður/eiginkona drepur hinn aðilann? Þú ert kannski meðvitaður um frábæra stöðu kvenna í hinum íslamska heimi? Þú þekkir ekkert til þeirra fjölmörgu dæma úr hadith þar sem ekkert er gert með það þegar eiginmaðurinn ber eiginkonuna. Uppáhaldskona Múhameð sagði sjálf (í hadith) að íslamskar konur hefðu það verr en þær konur sem ekki aðhylltust íslam. (Múhameð er þekktur sem hinn fullkomni maður innan íslam og múslimar taka hann sér til fyrirmyndar. Múhameð sló uppáhaldseiginkonu sína). 

                  Heldur þú t.d. að tölur um nauðganir í hinum íslamska heimi séu áreiðanlegar þegar konur þurfa a.m.k. fjögur vitni til að sanna að nauðgun hafi átt sér stað? Það er barnaskapur að leggja mikinn trúnað á þessar tölur sem þú kemur með. Ef þú vilt láta glepjast af þeim verður það að vera þitt vandamál. Þær eru í besta falli gallaðar. 

                  Inni í þessum tölum þínum um morðtíðni eru t.d. ekki þær þúsundir sem yfirvöld í Íran hafa tekið af lífi fyrir kynhneigð sína. Hvers vegna var það fólk tekið af lífi fyrir kynhneigð sína? Hefur þú einhverja hugmynd um það? Heldur þú að í öllum íslömskum löndum sé morð á samkynhneigðum einstakling talið með í opinberum tölum um morðtíðni? Veistu hvað ISIS gerir við samkynhneigða?

                  Heimildarmaður þinn virðist ekkert vita af þeim mikla fjölda einstaklinga sem voru drepnir þegar íslam lagði undir sig sífellt fleiri lönd. Múslimar voru sömuleiðis atkvæðamiklir í þrælaversluninni í Afríku. Menn hafa áætlað að í gegnum aldirnar hafi um 270 milljónir manna látið lífið vegna jihad. Hvað segir heimilarmaður þinn um þá tölu? Nefnir hann eitthvað varðandi jihad? Hvað drápu múslimar t.d. marga hindúa þegar þeir lögðu undir sig Indland? Finndu þá tölu :-) Kannski heimildarmaður þinn sé með hana einhvers staðar? Ég stórefast þó um það því það hentar ekki hans málstað. Hvað er mikill fjöldi Yasida kvenna nú kynlífsþrælar í Írak og Sýrlandi? Hvað segir heimildarmaður þinn um það? Sjálfsagt lítið því það hentar ekki hans málstað - hann er einn af þeim sem er búinn að mynda sér skoðun og tínir síðan allt til til að réttlæta hana og snýr jafnframt blinda auganu að öllu sem kastar rýrð á þá skoðun sem hann hefur myndað sér. Ert þú einn að þeim sem fara svona að?

                  Málið snýst um hvað trúarhópar gera í nafni trúar sinnar og geta réttlætt með tilvísun í trúartexta sína. Kristnir geta ekki réttlætt morð í nafni sinnar trúar - öfugt við múslima. Og nei, Timothy McVeigh var ekki kristinn (hann sagði það sjálfur). 

                  Það sem þú talar ekki um:

                  - Þú skautar algerlega framhjá því sem ég segi varðandi Palestínumenn. Hvers vegna? Má ekki ræða það? 

                  - Horfðir þú á einhver þessara myndbanda sem ég linkaði á? Ég stórefast um það. 

                  - Þú talar um koma á friði og réttlæti í Mið-Austurlöndum. Hvernig á að gera það? Þurrka Ísrael út af kortinu? Myndi það nægja?

                  Að ofan segir "Calling, say, the 9/11 terrorists "Muslim" is like calling Hitler "Christian": True but yet misleading." Þarna afhjúpar maðurinn vanþekkingu sína. 

                  Ástæður fyrir þessari árás hafa allt með það að gera að árásarmennirnir voru múslimar. Kannast heimildarmaðurinn þinn ekkert við fatwa frá ágúst 1996? Hvað með fatwa frá febrúar 1998? Þær koma árásunum ekkert við, eða hvað? Heimildarmaðurinn þinn kannast sjálfsagt ekkert við hugtök eins og "kafir" og hvað má gera við kafirs? Prófaðu að kynna þér hugtakið kafir :-) Hvað með dhimmi? Kannast þú við það hugtak?

                  Hvenær ætlar þú svo að svara einhverra þeirra spurninga sem ég beini til þín? Er það málefnalegt að fara að tala um allt annað efni til að þurfa ekki að svara fyrir það sem þú skrifar?

                  Langar þig ekki að blanda krossferðunum inn í þetta? Er það ekki uppáhald þeirra sem eru hrifnir af íslam? Múslimar nota þær iðulega sem réttlætingu fyrir hatri sínu á Vesturlöndum. Verða þær næsti útúrdúr þinn?

                  Þú átt að hafa allar forsendur til þess að kynna þér málin. Hvers vegna gerir þú það ekki?

                  Helgi (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 12:41

                  7 Smámynd: Hörður Þórðarson

                  "- Þú skautar algerlega framhjá því sem ég segi varðandi Palestínumenn. Hvers vegna? Má ekki ræða það?"

                  Varðandi Ísrael hef ég engu að bæta við það sem þessi gyðingur, sonur ísraelsks hershöfingja segir: https://www.youtube.com/watch?v=etXAm-OylQQ

                  "- Þú talar um koma á friði og réttlæti í Mið-Austurlöndum. Hvernig á að gera það? Þurrka Ísrael út af kortinu? Myndi það nægja?"

                  Varðandi Ísrael hef ég engu að bæta við það sem þessi gyðingur, sonur ísraelsks hershöfingja segir: https://www.youtube.com/watch?v=etXAm-OylQQ

                  Ég er ekki kennari þinn og ég ætla ekki að reyna að kenna þér eða sannfæra þig um neitt. Þú verður að kynna þér málin sjálfur, frá báðum hliðum.

                  Hörður Þórðarson, 15.11.2015 kl. 18:01

                  8 identicon

                  When False Flags Don't Fly

                  https://www.youtube.com/watch?v=TJgv39GtcJ0

                  Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 20:26

                  9 Smámynd: Hörður Þórðarson

                  Hörður Þórðarson, 16.11.2015 kl. 05:23

                  10 identicon

                  Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 17:32

                  11 identicon

                  Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 17:34

                  12 identicon

                  Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 17:35

                  13 identicon

                  Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 17:37

                  14 identicon

                  Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 17:40

                  15 identicon

                  Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 01:01

                  16 identicon

                  Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 01:06

                  17 identicon

                  Related image

                  Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 01:15

                  18 identicon

                  Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 01:16

                  Bæta við athugasemd

                  Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                  Innskráning

                  Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                  Hafðu samband