25.8.2021 | 05:48
Má ekki fara að hætta þessu?
Er þetta nokkuð til að gera veður út af ennþá? Ef fólk sem er smitað af þessu er nógu hresst til að vilja fara út að skemmta sér, er það ekki bara allt í lagi, sérstaklega þegar búið er að bólusetja fólk? Vonandi er óbólusettum ekki hleypt inn.
Mér hefði þótt fréttin ógnvænlegri ef hún hefði verið um 30 óbólusetta sem vitandi vits fóru á skemmtistað.
Þessi veira er útum allt og verður það um nokkuð skeið. Ef þú ferð í fjölmenni eru líkur á að einhver þar sé smitaður.
Á Íslandi eru skráð yfir 10000 smitaðir og 30 dauðsföll eða 0.3%. Smitaðir hafa sennilega verið miklu fleirri, en látum það vera. Þar að auki voru nánast öll þessara dauðsfalla áður en farið var að bólusetja. Dauðsföll af slæmri flensu eru 0.1 til 0.2%.
https://www.cdc.gov/flu/about/burden/index.html
Er ekki kominn tími til að láta skynsemina ráða og hætta þessari hysteríu? Næst verður farið að loka alla inni sem eru með kvef.
30 ætluðu vitandi vits smitaðir á skemmtistað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það versta sem maður getur gert í þessari stöðu
er að bólusetja sig með einhverskonar tilrauna
erfðaefni sem hefur veri afleiðingar en að smitast
Peter Skoog, 25.8.2021 kl. 11:36
"Mér hefði þótt fréttin ógnvænlegri ef hún hefði verið um 30 óbólusetta sem vitandi vits fóru á skemmtistað."
Ótti bólustettra við óbólusetta finnst mér dularfullur og órökréttur.
Réyndar sýnist mér skynsamlegast í stöðunni núna, að láta bara ekkert bólusetja sig, og sleppa þar með við lömun eða dauða eða guð veit hvað.
Það eru meiri líkur á að fá einhverjar ferlegar aukaverkanir en að svo mikið sem *smitast* af nafntoguðu Kína-veirunni. Sem er ekki gæfulegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.8.2021 kl. 16:46
Takk fyrir innlitið. Ég hef fengið "dauðasprautuna". Ekki hafa áhyggjur, ég er búinn að velja líkkistu og skrifa erfðaskrá!
Hörður Þórðarson, 25.8.2021 kl. 17:32
Það eru bara 0,01% líkur á að drepast eftir þessa sprautur og bara 0,07% líkur áð veikja alvarlega.
Bara fábjáni fer að eyða tíma og peningum í að velja líkistu fyrir slík líkindi.
Guðmundur Jónsson, 25.8.2021 kl. 20:54
Hörður. "Vonandi er óbólusettum ekki hleypt inn."
Ertu í alvörunni fylgjandi aðskilnaðarstefnu?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2021 kl. 21:37
Ég er hér á Nýja Sjálandi og er fullkomlega aðskilinn öllu og öllum nema mínum nánustu. Ekki get ég sagt að ég sé sérstaklega fylgandi því. Það öllu hér lokað og öll mannamót bönnuð. Ástæðan er sú að fáir eru bólusettir.
Ég vill einfaldlega vernda fólk sem er í áhættuhópum svo að aðrir geti lifað venjulegu lífi. Er það til of mikils mælst?
https://www.stuff.co.nz/national/300391456/covid19-live-nz-grapples-with-largest-covid-cluster-yet-as-level-4-lockdown-continues
Hörður Þórðarson, 25.8.2021 kl. 21:53
Sæll Hörður. Það útskýrir þitt sjónarhorn aðeins betur að þú sért staddur á Nýja Sjálandi og að þar hafi menn áhyggjur af því að fáir séu bólusettir.
Hér á Íslandi með hæsta hlutfall bólusettra í heiminum erum við samt að ganga í gegnum stærstu smitblygjuna frá upphafi og öll smitin má rekja til bólusettra.
Það sem ég á við er að hér stafar öll hættan frá hinum bólusettu. Þess vegna væri mismunun í garð óbólusettra ekki aðeins ólögmæt heldur órökrétt við þær aðstæður.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2021 kl. 22:00
Ef þér finnst órökrétt að vernda fólk sérstaklega sem er ekki bólusett átt því fullan rétt að þeirri skoðun. Enda virðist þessi veira ekki vera sérstaklega banvæn þótt fólk hafi ekki varið sig mé bólusetningu.
"Á Íslandi eru skráð yfir 10000 smitaðir og 30 dauðsföll eða 0.3%. Smitaðir hafa sennilega verið miklu fleirri, en látum það vera. Þar að auki voru nánast öll þessara dauðsfalla áður en farið var að bólusetja. Dauðsföll af slæmri flensu eru 0.1 til 0.2%.
https://www.cdc.gov/flu/about/burden/index.html"
Takk fyrir innlitið.
Hörður Þórðarson, 25.8.2021 kl. 22:07
"..Vonandi er óbólusettum ekki hleypt inn. "
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.8.2021 kl. 22:46
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.8.2021 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.