29.9.2025 | 18:48
Finnur til ábyrgðar!
Datt Einari ekki í hug að það væri siðlaust að selja flugmiða, fljúga með fólk til útlanda, virða ekki samninginn um að flytja fólkið heim og láta það síðan sigla sinn sjó erlendis? Auðvitað vissi Einar full vel hvernig staðan var, og hann seldi flugmiða sem voru síðan ekki virtir.
Það hefði aldrei átt að flytja fólk til útlanda, vitandi að gjaldþrot væri yfirvofandi og allar líkur væru á því að fólkið yrði ekki flutt tilbaka.
Það er líka alveg með ólíkindum hvað Einar lætur út úr sér. "The audacity".
Hann "finnur til ábyrgðar". Halló, var hann ekki forstjóri fyrirtækisins? Var hann ekki augljóslega ábyrgur? Fékk hann ekki góð laun? Hefur þetta skipbrot ekkert með hann að gera og hann, í góðmennsku sinni "finnur til ábyrgðar"?
Auðvitað gerðist þetta allt vegna þess að: Það hefur verið stöðug fjölmiðlaumfjöllun undanfarnar vikur og sumir hafa fengið hálfgert gjallarhorn. Okkur hefur fundist eins og hver sem er geti sagt eitthvað neikvætt um Play og þá er því slegið upp, sama hverjir aðstandendur fullyrðinganna eru nóg er að þeir kalli sig sérfræðinga.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/29/urdu_ad_greida_300_000_kronur_fyrir_nyja_ferd_ut/
![]() |
Held að margir muni sakna okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning