Hvers vegna ekki íslensk yfirvöld?

Þetta er áhugaverð frétt. Kannski geta íslensk "yfirvöld" útskýrt hvers vegna þau reyndu ekki að stöðva Icesave?
mbl.is Vildu stöðva Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

segi  það líka

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:00

2 identicon

Þetta fjármála eftirlit, það er alltaf að koma meira og meira í ljós hvað það er gjörsamlega vanhæft og skil ekki ríkisstjórn að skipta þeim ekki út. Í raun ættu þeir að segja af sér

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:12

3 identicon

Það er ljóst að Bjöggarnir í Landsbankanum hafa gefið skipun um að herða enn á söfnun inn á Icesave eftir að yfirvöld í Hollandi (og Bretlandi) sáu að þetta endaði í þroti.  Bjöggarnir vissu að hægt væri að þvæla málið og ná inn enn meira fé vegna þess að íslensk yfirvöld drógu lappirnar. FME óvirkt.  Reikningurinn féll svo að lokum á íslensku þjóðina eins og Bjöggarnir vissu.  Þeir feðgar hljóta að vera mestu glæpamenn Íslandssögunnar. 

Högni Högnason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:35

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Voru Bjöggarnir að stjórna bankanum ? svar: nei Var Landsbankinn í 100% eigu Bjöggana ? svar: nei Höfðu Bjöggarnir völd til að stofna Icesave ? svar:nei Hverjum er um að kenna að Icesave lenti á Íslensku þjóðinni ? svar: Frysting eigna þeirra í Bretlandi og þjóðnýting Íslenska ríkisins. Hver ber raunverulega ábyrgð á Icesave? svar: Gordon Brown, og vegna hvers? svar: Með frystingu eigna er breska ríkið búið að yfirtaka eignir og skuldir Landsbankans í Bretlandi og því er það breska ríkið sem á að bera ábyrgð á þeim timburmönnum sem komu í ljós þegar það rann af þeim.

Sævar Einarsson, 9.12.2008 kl. 09:24

5 identicon

Hverjir áttu ráðandi hlut í Landsbankanum?  Og ekki snúa við orsök og afleiðingu.  Bjöggarnir keyrðu bankann fyrst í þrot og svo var rústin sett undir opinbera stjórn (ríkið réði ekki við þjóðnýtingu) og Bretar frystu það sem til var af eignum þar í landi og íslenska þjóðin varð að taka á sig samningsbundnar ábyrgðir vegna innlána. Og þegar Bjöggarnir sjá að endalokin eru skammt undan i sumar herða þeir á peningasöfnuninni áður en sjoppunni er lokað. 

Högni Högnason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:03

6 identicon

Högni

Ef það er rétt hjá þér að "Bjöggarnir" hafi séð endalokin fyrir þarftu að útskýra fyrir okkur af hverju þeir höfðu einhvern hag af því að herða á söfnun innlána á Icesave reikninga? Allur eignarhlutur þeirra í Landsbankanum er að fullu afskrifaður og yfirtekinn af ríkinu og þeir hefðu hvernig sem allt fór ekki haft nein tök á að flytja laust fé úr bankanum neitt annað því allt slíkt er bæði ólöglegt og fullkomlega rekjanlegt.

Urf (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Sævar Einarsson

"Bjöggarnir keyrðu bankann fyrst í þrot" hefur þú snefils hundsvit á rekstri ? var það þeirra hagur að keyra bankann í þrot ? má ég minna þig á það að Bjöggi yngri kom með milljarða tugi inn í landið á undanförnum árum og fjárfesti í mörgum fyrirtækjum og á meðal annars eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heiminum, svo voru Bjöggarnir ekkert að spara þegar þeir voru að styrkja ýmis líknarfélög, veitt myndarlegar upphæðir í listir og íþróttir á Íslandi. Ég skil ekki þitt hatur á þessa menn, þú ættir að beina þinni reiði á önnur mið og þá sem eru virkilega sekir um glæpsamlegt athæfi.

Sævar Einarsson, 9.12.2008 kl. 12:25

8 identicon

Það er til fræg skopmynd af ríkum manni sem sker skottið af hundinum sínum og gefur honum að éta.  Hundurinn er mjög ánægður með matinn.  Hefði ekki verið betra að Bjöggarnir héldu sig á slóðum mafíunnar í Rússlandi og hlífðu okkur Íslendingum við gjöfum sínum?

Högni Högnason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:54

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Spurðu krabbameinsfélögin, barnaspítala hringsins og fleiri líknarfélög hvort þau hefðu betur afþakkað þessar gjafir ...

Sævar Einarsson, 9.12.2008 kl. 15:06

10 identicon

Skuldin vegna Icesave á eftir að koma niður á öllum þessum félögum - sem og heilbrigðisþjónustu almennt, skólakerfi og félagslegri þjónustu.

Högni Högnason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:46

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Og hverjum er það að kenna Högni ?

Sævar Einarsson, 9.12.2008 kl. 18:27

12 identicon

Fyrst eigendum Landsbanka, síðan stjórnendum bankans og svo yfirvöldum á Íslandi sem létu þetta viðgangast og brugðust ekki við í vor þegar peningasöfnun Bjögganna stefndi í þrot. 

Högni Högnason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband