11.12.2008 | 03:33
Látið bílaframleiðendurna góssa.
Ég held að það sé kominn tími til að láta þessa steingerfðu bílaframleiðendur hverfa vega allrar veraldar. Peningunum sem á að verja til að bjarga þeim væri betur varið til annars og gæti skapað fleiri störf og arðvænlegri en þau sem tapast þegar bílaframleiðendurnir leggja upp laupana. Nú er tími til að hreinsa loftið, sópa burt gamla draslinu og hleypa nýju fersku lofti inn.
Það er nóg komið af bruðli, spillingu og ofurlaunum. Ef forstjórar þessara fyrirtækja kvarta, þá á að láta þá fá skóflu og segja þeim að nú geti þeir mokað skurð fyrir ríkið og fái 5 $ á tímann fyrir. Það er búið að borga þessum köllum allt of mikið mikið í bónusa og einkaþotuferðalög meðan þeir hafa stýrt þessum fyrirtækum til glötunar. Nú er mál að slíku linni, annars blasir algert hrun við.
Bandarísk hlutabréf hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.