13.12.2008 | 06:05
Sjáið þið ekki veisluna?
Ég rakst á þessa ágætu frétt ásamt Íslandskorti sem mér finnst að sýni stöðuna nokkuð vel:
http://www.theatlantic.com/doc/200812/map-iceland
Ég hef engu sérstöku við þetta að bæta, en eitt veldur mér heilabrotum. Hvað er því til fyrirstöðu að fólk kaupi evrur fyrir íslenskar krónur á seðlabankagenginu og noti evrurnar síðan til að kaupa krónur erlendis á því gengi sem viðgengst þar? Með því að gera þetta nokkrum sinnum gætu menn komið sér upp digrum sjóðum... Er þetta kannski ólöglegt?
Athugasemdir
Thad er thví midur líklega ekki hægt, thar sem thad er líklega ekki hægt ad kaupa íslenskar krónur erlendis, thegar íslenski bankinn er med sitt eigid gengi.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.12.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.