Gleðileg jól

Ég óska öllum vinum og vandamönnum á Íslandi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég óska einnig starfsmönnum Veðurstofu Íslands gleðilegra jóla.

Það er jóladagsmorgun hérna suður frá og við erum í róleheitum að jafna okkur eftir aðfangadagskvöldið, borða nammi og leika með all dótið.

Veðrið er þokkalegt, skýjað og 13 stiga hiti en það er útlit fyrir að hitinn komist í 18 stig sem er sæmilegt.

Ég fer í vinnuna seinna í dag og greini stöðuna í hitabeltinu, aðallega lægðir og lægðardrög og hvort einhverjar horfur eru að úr þessu verði fellibyljir. Síðan sný ég mér að veðrinu hér og bý til meðan annars veðurdreifingarkort sem sýna hvernig þetta á allt að verða á morgun....

Bestu kveðjur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

http://www.metservice.co.nz/default/index.php?alias=wellington

Hörður Þórðarson, 24.12.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband