Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera?

Til þess að annað eins endurtaki sig ekki í framtíðinni verður að vera ljóst nákvæmlega hvað hér fór úrskeiðis. Ég held að það séu tvær grundvallarspurningar sem þarf að svara.

1. Hvaða lög, eða ólög, um fjármál gerðu það löglegt fyrir Landsbankann að taka þvílíka áhættu?  Hverjir bera ábyrgð á þeim lögum?

2. Hverjir voru það hjá Landsbankanum sem tóku ábyrgð á því að lána þessa peninga, hvers vegna og hvaða afleiðingum þurfa þeir að sæta? Þeir voru jú "ábyrgir", eða hvað?

Ég sé ekkert athugavert við að stofnanir í einkaeigu stundi fjárglæfrastarfsemi á eigin ábyrgð. Hins vegar þurfa að vera til reglur sem koma í veg fyrir að tap af slíku geti nokkurn tíma lent á herðum almennings.

Meðan ríkið ábyrgist innistæður í bönkum verða strangar reglur að gilda um fjármál þeirra til að koma í veg fyrir tap af þessum toga.

Þetta er búið og gert og peningunum hefur verið tapað. Það verður ekki aftur tekið. Það verður hins vegar að koma í veg fyrir að þessi geðveiki endurtaki sig. Íslensk stjórnvöld ættu kannski að leita sér ráðgjafar um það.


mbl.is Leita ráðgjafar vegna Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingibjörg Sólrún á nú stóran þátt í að verja þá Baugs feðga og forsetadruslan , með að fella fjölmiðlalöginn en Davíð reyndi að stoppa þá ,

ADOLF (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 09:31

2 identicon

 Stefna og aðgerðir Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og peningamálum undir
 kjörorðunum:

“Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið”
 
   hefur nú leitt af sér hrun banka- og fjármálakerfisins á Íslandi. Hin pólitíska ábyrgð liggur 

   því hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra, Sjálfstæðisflokknum höfuðvígi og

    boðbera nýfrjálshyggjunnar á Íslandi, ekki satt ?

Guðrún (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Mikið er ég sammála þér, ADOLF. Getur einhver sagt mér hvers vegna "þjóðin" virtist vera á móti fjölmiðlalögunum? Vildi þjóðin einokun á sviði fjölmiðla?

"Forsetadruslan" þarf að taka ábyrgð á sínu.

Hörður Þórðarson, 27.12.2008 kl. 19:40

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eins og venjulega gætir mikillar grunnhyggni hjá þér Hörður. Ástæðan fyrir efnahagsþenslunni, sem var upphaf efnahagsfallsins, var flot gjaldmiðilsins. Ef við hefðum verið komin með fastgengi undir Myntráði, hefði Krónan ekki getað styrkst og innflæði fjármagns hefði ekki verið neitt í líkingu við það sem raunin var.

Lokaorð þín eru hins vegar í fullu gildi:

Það verður hins vegar að koma í veg fyrir að þessi geðveiki endurtaki sig. Íslensk stjórnvöld ættu kannski að leita sér ráðgjafar um það.

Núna fremur en nokkurntíma áður er nauðsynlegt að við festum gengið undir Myntráði og förum að haga efnahagsmálum okkar eins og "homo sapiens" hinn hugsandi maður. Því miður er ekkert sem bendir til að stjórnvöld muni leita sér ráðgjafar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.12.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband