Krónan er ekki ónýt

Þó svo að fall krónunnar komi illa við marga, þá má ekki gleyma því að margir kostir fylgja því að hafa eigin gjaldmiðil. Gengisfall krónunnar hefur góð áhrif á Íslenskan útflutningsiðnað. Ef við viljum halda uppi atvinnu á Íslandi, þá er veik króna f hinu góða. Til að auka mönnum skilning á þessu vil ég benda á þessa frétt frá the Telegraph.

http://www.telegraph.co.uk/finance/comment/ambroseevans_pritchard/4045210/The-euros-bitter-sweet-triumph-at-10.html

Nokkrar valdar setningar:

"As President Nicolas Sarkozy put it in a moment of fury, "we didn't create the euro so that we could no longer build a single aircraft in Europe"."

"This is the bigger question to be tested over the euro's second decade. Currency unions can mask risk for a while. They shield sinners long enough to let imbalances get out of hand, storing up trouble for a more traumatic crisis later."

"It will not be easy for victims to claw back competitiveness within the constraints of monetary union. They will have to "deflate" wages relative to Northern Europe, but there lies the risk of a self-feeding debt trap."

"Spain's unemployment has jumped from 8pc to 13pc in little over a year, and some analysts are predicting 18pc by 2010. When does civic patience snap? Nobody knows, but the ferocity of last month's riots in Greece is a warning."

 

Ég vona að þetta hjálpi fólki til að skilja að krónan er ekki ónýt. Sum lönd sem hafa tekið upp evruna eru í mjög slæmum málum vegna þeirra áhrifa sem sá gjaldmiðill hefur á samkeppnistöðu þeirra. 

Krónan getur hækkað og lækkað. Ef launakostnaður í landinu er of hár til að framleiðsla landsins geti staðið undir honum, þá getur gengið lækkað þangað til raunverulegur launakostnaður er viðráðanlegur. Ef þessi öryggisventill er ekki fyrir hendi, þá verður annað hvort að lækka laun eða fækka launþegum (auka á atvinnuleysi) eða hvort tveggja. Menn verða að hafa þetta hugfast. Það má henda krónunni og taka upp einhvern annan gjaldmiðil en þá verður að taka afleiðingunum...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þú spáir fyrir veðrinu og ættir að ei beita þér að því, það er ekki glóra í þessu hjá þér, hvernig er hægt að verja ónýtan gjaldmiðil sem allir hjæja að  ?

Skarfurinn, 1.1.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er rétt að geta fellt gengi krónunnar hefur áhrif á útflutninginn en hvað erum við að gera með því jú við erum að þinna gjaldmiðilinn og rýra kaupmáttinn það verður að meta þessa hluti hvort er betra að geta þynnt út gjaldmiðilinn og haldið vinnu fyrir flesta eða að taka upp Evru og fá með því aukið atvinnuleysi. Ég er ekki í vafa að Evru fylgir atvinnuleysi í meira mæli en verið hefur en um leið lækka vextir svo um nemur og verðtrygging hverfur einnig.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 1.1.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Hörður. Þetta er fróðlegur pistill.  Það er alveg rétt að þó krónan sé kannski hluti af sjúkdómnum þá er hún líka úr því sem komið er ákveðin lækning. Viðskiptajöfnuðurinn snerist við á svipstundu þegar hún féll. Ef við tökum upp annan gjaldmiðil þá missum við þennan sveigjanleika í hagkerfið.  Á hinn bóginn þá er vonlaust að vera með gjaldmiðil sem er ekki gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum. Við getum því miður ekki treyst því að krónan verði það. Líklegra að hún verði áfram leiksoppur spákaupmanna eftir að hún verður sett á flot.  Veit ekki hvort þú last fróðlegt viðtal við Jón í Össuri í viðskiptablaði Fréttablaðsins á gamlársdag. Hann bendir á að erlendir hluthafar Össurar séu mjög órlólegir þar sem hlutaféð er skráð í erlendri mynt og vonlítið að fá erlenda aðila með nýtt hlutafé.  Það verður amk að laga svona mál og leyfa íslenskum fyrirtækjum að skrá hlutafé í annari mynt.

Þorsteinn Sverrisson, 1.1.2009 kl. 23:28

4 identicon

Takk fyrir þetta!  Ég er nefnilega ekki viss um að krónan sé dauð þó bankarnir hafi gert tilraun til að drepa hana!

Rakel (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband