5.1.2009 | 23:55
Hver ber ábyrgð á starfslokasamningnum?
Hverjir eru þeir sem bera ábyrgð á þessum starfslokasamningi? Væri ekki réttast að þeir skili þjóðinni tilbaka þeim peningum sem hefur verið sólundað í vitleysu af þessum toga? Voru þeir ekki líka á háum launum, vegna þeirrar ábyrgðar sem starf þeirra fól í sér? Getur verið að einhver þessara aðila starfi ennþá hjá Glitni? Varla gat Bjarni ákveðið að gefa sjálfum sér 1000 millur án þess að spyrja kóng eða prest.
Úr því að þjóðin situr eftir með rjúkandi rústir þessa fyrirtækis finnst mér að hún eigi rétt á svörum, eða á nú bara að gleyma öllu svo sama hringavitleisan geti upphafist á ný?
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.