6.1.2009 | 20:15
Uppruni deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs
Til að skilja það sem er að gerast núna verða menn að skilja söguna. Deilan sem nú geisar er afkvæmi eins þess andstyggilegasta og villimannlegasta stríðs sem mankyn hefur upplifað, fyrri heimstyrjaldarinnar. Sú stýrjöld gat síðan af sér síðari heimstyjöldina, og allir vita hvílíkar hörmungar það stríð hafði í för með sér, ekki síst fyrir gyðinga.
En tilbaka til fyrri heimstyrjaldarinnar:
"During the First World War, British policy gravitated towards the creation of a Jewish home in Palestine.
This was encouraged, in part, by a wish to motivate Jews in Russia towards the continuation of the Russian war effort, at that time endangered by engulfing revolution: in essence, that an Allied victory (which was taken to include Russia) would lead to the establishment of a Jewish state. Similarly, it was thought that the declaration would engage the sympathy of American Jews."
http://www.firstworldwar.com/source/balfour.htm
Tila að eiga möguleika á að halda áfram að berjast við Þjóðverja og vinna fyrri heimstyrjöldina vildu Bretar afla sér samúðar gyðinga í Rússlandi og í Bandaríkjunum. Til þess að afla slíkrar samúðar var eftirfarandi yfirlýsing gefin út:
" His Majesty's Government view with favour the establishment in Palestine of a national home for the Jewish people, and will use their best endeavours to facilitate the achievement of this object, it being clearly understood that nothing shall be done which may prejudice the civil and religious rights of existing non-Jewish communities in Palestine, or the rights and political status enjoyed by Jews in any other country."
Svonefnd Balfour yfirlýsing.
Þetta vekur ýmsar hugsanir.
Höfðu Bretar nokkurn rétt á því að "gefa" þetta land?
Hafa réttindi þeirra sem eru ekki gyðingar í Palestínu verið varðveitt eins og yfirlýsingin kveður á um?
Hvaða áhrif hefur þetta haft á almenning í Þýskalandi? Bretar fengu stuðning frá Bandríkjunum, unnu fyrri heimstyjöldina og kölluðu hrikalegar hörmungar yfir þýsku þjóðina ("war reparations"). Skyldi það hafa haft nokkurn þátt í uppgangi nasista, síðari heimstyrjöldinni og illu heilli þeim hörmungum sem gengu þá yfir gyðinga?
Ég varpa þessu fram til fróðleiks og umhugsunar án þess að leggja dóm á neitt. Ég hvet fólk til að kynna sér þessi mál frekar upp á eigin spýtur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.