Hvaðan eiga allir þessir bílar að koma?

Það verður víst að henda þessu mati í ruslið því það er byggt á úreltum forsendum. Það er ekkert að því að ráðast í framkvæmdir til að halda uppi atvinnu í landinu en það verður að skoða hagkvæmni og gagnsemi slíkra framkvæmda vandlega.

"Sú umferð verður fyrst og fremst til og frá fyrirhugaðri íbúðabyggð í Hamrahlíðarlöndum."

Hvaða íbúðabyggð? Fyrir hverja?

Um þessar mundir virðist sem fleiri bílar séu fluttir úr landi en inn. Nóg er af vegum fyrir þá sem eftir eru.

 


mbl.is Mikilvæg samgöngubót komin í matsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi framkvæmd er bara bull, sérstaklega núna. Mér finnst ekki hafa verið rökstutt að neinu leyti hversvegna nauðsynlegt sé að kljúfa niður Grafarvogshverfi með gegnumumferð, hefur fólkið þar það of gott að mati Vegagerðar og borgaryfirvalda? Einhverntíman í framtíðinni verður það eflaust nauðsyn að búa til nýja tengingu inn á Vesturlandsveg frá Úlfarsárdal en það verður örugglega ekki alveg á næstunni.

Þó að slíkrar tengingar verði þörf þá er samt engin ástæða til að blanda Hallsvegi og Grafarvogi inn í málið. Þær áætlanir ganga út frá gömlum áætlunum um hlutverk Sundabrautar þar sem ætlunin var að Sundabraut kæmi í beinu framhaldi af Hallsvegi sem væri þá stofnbraut í gegnum Grafarvog og annar valkostur við Vesturlandsveg um Ártúnsbrekku fyrir umferð sem kemur úr austri. Blessunarlega hafa slíkar hugmyndir verið yfirgefnar í þeirri útfærslu á Sundabraut (Sundagöngum) sem nú virðist ætla að verða ofan á.

Bjarki (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 12:40

2 identicon

Þessar framkvæmdir eru ekki "bara bull" - rétt er þó að forsendur eru gjörbreyttar eins og staðan er í dag. Ef eða þegar af byggingu Sundabrautar verður er viðbúið að hún verði byggð á löngum tíma og þá líklega svo að fyrst verði tengt milli Laugarness og Gufuness og svo einhvern tímann seinna yfir á Kjalarnes. Þá blasir við að eftir að tengingin yfir Elliðavoginn verður tilbúin verði Korpúlfsstaðavegur og Strandvegur aðaltenging Vesturlandsvegar og Sundabrautar með meirihluta allrar þungumferðar á leið milli Reykjavíkur og vestur og norður í land. Það er allavega svo að meirihluti umferðar milli Sorpu og urðunarsvæðis í Álfsnesi fer þessa leið nú. Og væntanlega þar sem þetta er stysta leiðin. Ef þessi leið þarf að bera meginþunga umferðar norður í land er hætt við að verði illbyggilegt í Staða- og Borgahverfum - ekki síst í Staðahverfi sem yrði skorið alveg frá án möguleika á öðrum samgöngum. Það er náttúrulega alls óásættanlegt.

Tenging Hallsvegar við Vesturlandsveg liggur beint við. Einhvern tímann. En svo að Hallsvegur og Korpúlfsstaðavegur/Strandvegur þurfi ekki að þjóna sem þjóðvegur númer 1 þarf að tengja Sundabraut alla leið yfir á Kjalarnes í einum áfanga. Eða allavega á skömmum tíma.

Eyjólfur Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:47

3 identicon

Betri bráðabirgðalausn á meðan beðið er eftir tengingu Sundabrautar upp á Kjalarnes væri að loka einfaldlega Korpúlfsstaðavegi, það kostar einhverja tíuþúsundkalla en væntanleg slaufa Hallsvegar/Vesturlandsvegar kostar þrjá milljarða.

Milljarðarnir þrír yrðu betur nýttir í að flýta öðrum áfanga Sundabrautar þannig að hægt verði að taka hann í gagnið á svipuðum tíma og fyrsta áfangann. Þetta er samt varla að fara að gerast á næstunni, mig grunar að það eigi ennþá eftir að þvæla fyrsta áfanganum fram og til baka. Það leit út fyrir það um tíma að sátt væri að myndast um Sundagöng sem eru dýrasta, erfiðasta og tímafrekasta mögulega útfærslan. En þetta var í góðærinu miðju, nú eru forsendur dálítið aðrar. Á endanum gæti jafnvel annar áfanginn verið tilbúinn á undan þeim fyrsta og "þriðji áfangi Sundabrautar" (ný Hvalfjarðargöng og tvöföldun Vesturlandsvegar frá göngum að Kollafirði) jafnvel líka.

Bjarki (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband