Nóg komið af þessu kjaftæði.

Ef heimska og móðursýki væru banvæn væru margir dottnir dauðir niður. Flensa er bráðsmitandi og ef þetta væri raunverulega hættulegt afbrigði væru mörg hundruð þúsund, eða milljónir nú þegar bráðveikir eða látnir. Svo er ekki svo þetta er augljóslega sauðmeinlaust öðrum en þeim sem eru gjarnir á að fá móðursýkisköst.

Sýndaraðgerðir stjórnvalda svo sem athugun á farþegum sem koma frá útlöndum og bann við flugi frá ákveðnum löndum gera meiri skaða en gang. Það er sorglegt að sjá myndir af hræddu fólki í Mexikó sem gengur um með grímur, sem eru reyndar hvort sem er taldar lítil vörn gegn flensusmiti. Enn sorglegra er að heira um hugmyndir manna í sumum löndum sem telja að slátrun svína muni gera eitthvað gang.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur staðið sig illa og fjölmiðlar hafa gert þessa mýflugu að úlfalda.


mbl.is Banna flug frá Mexíkó til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski mun úr rætast. Kannski stökkbreytist veiruvesalingurinn og drepur mann og annan.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, það væri óskandi fyrir lyfjaframleiðendur og blaðamenn...

Hörður Þórðarson, 2.5.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband