10.5.2009 | 20:08
Hífa sig upp á hárinu.
Eitt sinn var greifi nokkur, Munchausen að nafni. Dag nokkurn sökk hann ofan í mýri en losaði sig með því að taka þéttingsfast um hár sitt og hífa sig upp. Jóhanna hefur lært þessa lexíu vel, og tekur nú greifann góða sér til fyrirmyndar.
Til þess að bjarga íslenskum efnahag þarf tvennt.
1. Auka tekjur þjóðarbúsins með því að framleiða eitthvað, helst eitthvað sem greitt er fyrir með alvöru peningum, gjaldeyri.
2. Draga úr útgjöldum.
Að ætla sér að skattpína fólk sem berst við að halda sér á floti er ávísun á frekari eymd, brottflutning af landinu og endanlegt þjóðargjaldþrot. Blóð verður ekki kreist úr steini og Jóhanna getur ekki híft sig upp á hárinu þó hárprúð sé.
****************************************************
Þar að auki talar Jóhanna tungum tveim:
"Lykilatriði er að aukin skattheimta"
og
"Gert verði ráð fyrir að skattbyrðin verði svipuð eða lægri"
Aukin tekjuöflun könnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.