Eru klumpar afgangs handa útrásarvíkungum?

Ég velti því fyrir mér hvort einhverjir svona steypuklumpar verði afgangs? Þá væri hægt að festa þá við þá sem hafa sökt þjóðinni í efnahagslegt hyldýpi og sökkva þeim síðan í hafdjúpin. Kannski mætti láta þá fylgja sem af fyrirhyggjuleysi sínu hafa skuldbundið almenning til að kaupa flottræfilsleg glæsihýsi sem hann hefur varla efni á...

Mér skylst að verkfræðingar hafi hannað þessa klumpa með það í huga að það sem þeir eru festir við fljóti ekki upp. Það líst mér vel á.

Að lokum, þá bið ég íslenska blaðamenn að nota íslensku þegar þeir skrifa. Þetta eru AKKERI.


mbl.is Bílakjallarinn við 500 ankeri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sökt = sökkt          skylst = skilst                                                                            Mér þótt rétt að benda þér á að blaðamaður mbl.is er ekki einn um vitleysurnar.

En burtséð frá því, er ég mjög sáttur við þá hugmynd þína að hlekkja fjárglæponana við þessa klumpa.  Ég gæti alveg hugsað mér að vera sá sem fær að festa hlössin við þá.

núll (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk ;)

Hörður Þórðarson, 30.8.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband