Fjármálaráðgjafar ráðalausir og gagnslausir

Ef þú getur ekki sjálf(ur) tekið ávarðanir um þín eigin fjármál, þá ættir þú ekki að leita þér utanaðkomandi ráðgjafar. (Þú ættir frekar að leita þér upplýsinga og þekkingar.) Það er hætt við að þú lendir á einhverjum sem er gagnslaus eða beinlínis hættulegur. Þú gætir lent hjá einhverjum sem hugsar meira um hag síns fyrirtækis en um þinn hag. Það hafa að mér skilst margir nýlega lent mjög illa í súpunni eftir að hafa farið að ráðum slikra ráðgjafa.

Þú verður sjálf(ur) að taka ábyrgð á þínum fjármálum. Þú verður að mennta þig (skólakerfi gerir það að sjálfsögðu ekki) og þú verður síðan að taka upplýstar ákvarðanir með þinn hag og þín framtíðaráform að leiðarljósi. Þannig er hag þínum best borgið.

Að fara að ráðum ráðgjafa tryggir ekki hag þinn á nokkur hátt. Ef þú tapar á því, þá er tapið þitt og ráðgjafinn tekur enga ábyrgð.

Niðurstaðan hlýtur að vera sú að leggja beri niður fjámálaráðgjöf í núverandi mynd og veita fjármálamenntun í staðinn.
mbl.is Ráðgjafar spyrja ekki um hag fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband