16.11.2009 | 10:30
Þetta eru fávitar. Burt með þá!
Hvernig er þetta hægt? 300.000 manna þjóð í landi þar sem smjör drýpur af hverju strái... Nánast ótakmarkaður aðgangur að endurnýanlegri orku. Öflugur ferðamannaiðnaður. Verðmæti fiskimið. Menntuð þjóð. Hvernig er hægt að klúðra málunum svo fullkomlega að svona skuli vera komið fyrir þjóðinni, vesalings fólk...
Fyrst fær þjóðin yfir sig hyski sem kallar sig frjálshyggjufólk sem haga sér eins og naut í flagi, taka það sem þeim sýnist, henda leikreglunum í ruslið og spila síðan rúllettu með allmannafé sem þeir tapa og skilja allt eftir í rjúkandi rúst. Þetta var engin frjálshyggustjórn, þetta var einkavinavætt sjálftökufólk. (Hvernig er hægt að kalla það annað en sjálftöku þegar aðilar fá að taka lán frá bönkunum í því skyni að kaupa þá?)
Næst koma kommafífl, sem í stað þess að hvetja til endurreisnar hvetja fók til fullkominnar uppgjafar þar sem farsælla er að fórna höndum og biðja um ölmusu frá kerfinu en að reyna að hífa sig upp með eigin vinnu. Skilaboðin eru skýr, ef þú villt vinna og ef þú villt spara, þá tökum við það bara af þér, svo vertu bara ekkert að hafa fyrir því.
"Vilji vinstri grænna stendur til þess að skattlagning launatekna, fjármagnstekna og eignatekna verði að endingu samræmd. Það er að segja, sama skattprósenta gildi fyrir ofangreinda skattstofna."
Skýr skilaboð. Ef þú ert með einhvern sparnað fer hluti af honum í verðbólguna og afgangurinn fer til Steingríms. Þú mátt éta kaldan graut, ef þú hefur þá efni á því að kaupa hann.
^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^
Á íslandi ættu allir að geta lifað eins og kongar. Stærsta, og að því er virðist eina meinið eru stjórnmálamenn sem þjóðin er með á ofurlaunum við að klúðra sínum málum. Stjórnmálaflokkar skipaðir aulum og efst á stalli forseti sem hæfir öllu hinu bara ágætlega, þjóðarskömm allt saman. Íslendingar þurfa að fara að skilja að þeir hafa ekki efni á þessu lengur.
Nýir skattar inni í myndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú segist vera veðurspámaður. Held að orðið "veðurviti" eigi beur við þig skv. þeirri merkingu sem þekktist í minni sveit. Það ótrúlegt bull sem frá þér kemur með undirliggjandi heift. Það er ekki hollt að var alltaf uppfullur af reiði.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 16.11.2009 kl. 11:59
Alveg sammála þér Hörður.
Mig grunar að Sigurður Grétar og hans skoðanabærður sjái ekki muninn á frjálshyggju og þjófnaði.
Jóhannes (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 13:45
Betra er að vera lifandi, Sigurður en dáinn og grafinn. Ef þú telur það ótrúlegt bull að á Íslandi eigi allir að geta lifað eins og kongar, þá það.
Hörður Þórðarson, 16.11.2009 kl. 18:27
Það verður athyglisvert að sjá hvernig fólk tekur því þegar það fer að vinna hálfan daginn ef ekki lengur fyrir ríkið og skattinn. Plús allur skattur sem er tekinn af vörum, bensíni, sykri osfrv....
Ég geri mér grein fyrir því að núverandi ríkisstjórn er að reyna að "taka til" eftir óstjórn síðustu 20 ára. En annar stjórnarflokkurinn sér einu lausnina í að fara í ESB þegar 70% af þjóðinni er á móti því. Hinn flokkurinn hefur það eina sem lausn að hækka skatta og búa til nýja skatta.
og enginn af fjárglæframönnunum hefur verið handtekinn og meirihlutinn fær að halda fyrirtækjum sínum og fá milljarða afskriftir á skuldum sínum...
Hvernig fer þetta alltsaman bara...:ÞThoR-E, 16.11.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.